Mánudagur 13. janúar, 2025
2.2 C
Reykjavik

Morðið á Rachel Morin – Nafnlaust framlag hækkaði verðlaunaféð upp í fjórar milljónir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að hækka upphæðina fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku morðingja Rachel Morin, í rúmar fjórar milljónir, eftir nafnlaust framlag, samkvæmt lögmannsstofunni sem vinnur fyrir fjölskyldu Rachel.

Sjá einnig: Morðið á Rachel Morin – Lögreglan birtir myndskeið af morðingjanum

Liðnir eru næstum því tveir mánuðir frá því að lík hinnar fimm barna móður fannst meðfram Ma and Pa stígnum í Harford-sýslu í Bel Air. CBS segir frá málinu.

Blessuð sé minning Rachel Morin

Myndskeið úr öryggismyndavél var birt í ágúst en þar sést sá grunaði yfirgefa hús í Los Angeles sem hann hafði brotist inn í og misnotað þar unga stúlku í mars. DNA-sýni sem fannst í húsinu, pössuðu við þau sýni sem fundust á Morin.

Jeff Gahler, lögreglustjóri Harford-sýslu sagði WJZ í síðasta mánuði að málið væri alls ekki að kólna og að lögreglan sé að vinna sig í gegnum meira en þúsund ábendingar.

Á sama tíma er fjölskylda Morin að vinna með lögmannsskrifstofu í að finna nýjar vísbendingar.

- Auglýsing -

Lögmannsstofan Rice, Murtha & Psoras tvöfaldaði upprunalegu verðlaunaupphæðina í tæpar 2,8 milljónir króna en nafnlaus kona frá Bel Air bætti tæpri 1,4 milljónum króna við.

„Við erum djúpt snortin af þessu ótrúlega örlæti þessarar nafnlausu konu frá Bel Air, Maryland,“ sagði lögmaðurinn Randolph Rice í yfirlýsingu. „Óbilandi skuldbinding hennar til að leita réttlætis fyrir Rachel Morin er innblástur fyrir okkur öll. Með þessu umtalsverðu framlagi hafa verðlaunin hækkað upp í rúmlega fjórar milljónir króna, sem vonandi mun hvetja einstaklinga með upplýsingar, til að stíga fram.“

Þá hafa lögmennirnir einnig byrjað á stafrænu átaki í tilraun til að höfða til spænskumælandi íbúa samfélagsins. Á nokkrum dögum hafa um 81.000 flettingar verið á átakinu.

- Auglýsing -

Nú vona lögmennirnir að fleiri stígi fram með fégjafir, bæði til að bæta við verðlaunin og til að styðja við fjölskyldu Morin.

„Við biðlum til fyrirtækja og einstaklinga um að fylkja sér að baki fjölskyldu Rachel á meðan við höldum áfram að leita vísbendinga um morðingjann,“ sagði Rice. „Við hvetjum alla sem vita eitthvað, sama hversu lítið eða smávægilegt , að stíga fram og veita upplýsingar sem gæti hjálpað við að þekkja manninn í myndbandinu.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -