Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Morðingi Rachel Morin er hinn 23 ára Victor Hernandez: „Geðheilsa mín hefur snarbatnað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskyldumeðlimir Rachel Morin segjast „loksins“ vera að ná réttlæti fyrir morðið á hinni fimm barna móður en meintur morðingi hefur nú verið handtekinn, 10 mánuðum eftir hið hrottalega morð. Hinn meinti morðingi er einnig grunaður um morð í El Salvador.

Rachel (37), sem bjó í Maryland í Bandaríkjunum, var nauðgað og myrt eftir að hafa farið út að hlaupa í ágúst 2023. Meintur morðingi hennar er Victor Martinez Hernandez (23), óskráður innflytjandi frá El Salvador.

Yfirvöld fundu lífsýni á vettvangi morðsins sem pössuðu við lífsýni frá glæpavettvangi í Los Angeles, þar sem brotist hafði verið inn á heimili níu ára stúlku og á hana ráðist. Myndskeið náðist af árásármanninum en ekki sást þó í andlit hans. Lögreglan birti svo teikningu af honum, sem gerð var eftir lýsingum stúlkunnar.

Það var þó ekki fyrr en 14. júní sem lögreglan handtók Hernandez á bar í Tulsa. Verður hann ákærður fyrir nauðgun af fyrstu gráðu sem og morð af fyrstu gráðu. Hernandez verður framseldur til Maryland fyrir réttarhöldin.

Systir Rachelar, Erin Morin Layman, og fyrrum kærasti og faðir elsta barns hennar, Matt McMahom, stigu fram í Court TV fyrir viku til að ræða nýjustu framvindunina í málinu.

„Þetta eru búnir að vera langir tíu mánuðir,“ sagði Erin. Sagði hún handtökuna vera jákvæða þróun í málinu. „Við erum þakklát og okkur léttir, að hann sé loksins kominn af götunni, að hann geti ekki gert þetta við nokkurn annan og að réttlætinu náist fyrir Rachel.“

- Auglýsing -

McMahom sagði að handtakan hafi einnig verið léttir fyrir sig.

„Þegar maður áttaði sig á að það sé búið að handtaka hann, var næstum því eins og maður hafi verið skyndilega frelsaður,“ sagði McMahom og bætti við: „Ég get farið að hugsa um aðra hluti og geðheilsa mín hefur snarbatnað.“

Að hans sögn hafa síðustu tíu mánuðir verið ansi erfiðið fyrir börnin hennar Rachel.

- Auglýsing -

„Þó að hann hafi náðst, og það eru góðar fréttir, þá minnir það samt á það trauma sem þau hafa gengið í gegnum síðustu tíu mánuðina. Þannig að þetta er líka mjög sársaukafullur tími fyrir þau. Þetta hrærir upp svo margar tilfinningar og hugsanir og söknuðinn.“

Systir Rachel tjáði sig um það hvernig hún hafi hjálpað börnunum fimm vegna missisins. „Ég hef ekki áhyggjur af mér. Ég hef áhyggjur af börnunum hennar Rachel og einblíni bara á þau, eyði tíma með þeim, elska þau, er bara allt fyrir þau sem þau gætu mögulega þurft á að halda í lífinu.“

Þá lýsti hún óánægju sinni með að manninum hafi verið hleypt inn í landið ólöglega:

„Mér finnst eins og það sé of mikið frelsi við landamærin og þau þurfa að vera örugg. Og það er bara sársaukafullt afð fólk sem við þekkjum ekki, glæpamenn komi inn í landið, koma með fíkniefni, mannsal, þú veist, það er bara svo mikið af glæpum sem koma yfir landamærin.“

Gefið hefur verið út að Rachel hafi hlotið 10 til 15 höfuðáverka en hafi verið kyrkt, eftir nauðgunina. Hernadez er einnig grunaður um morð í El Salvador. Hinn 23 ára meinti morðingi er faðir þriggja ára stúlku.

Fréttin er unnin upp úr fréttum Newsweek og CBS News.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -