Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Mótmælendur trufluðu Joe Biden í miðri ræðu: „Ég skil eldmóð þeirra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mótmælendur trufluðu ræðu Joe Biden Bandaríkjaforseta, sem hann hélt í Charleston, Suður-Karólínu.

Biden, 81 árs, var í miðri kosningaræðu í kirkju í Charleston, Suður-Karónlínu þegar nokkrir mótmælendur létu í sér heyra varðandi stuðning Bandaríkjanna við þjóðarmorð Ísraels á Gaza. „Án sannleikans er ekkert ljós. Án ljóss er engin leið út úr þessu myrkri,“ sagði Biden en hann var að minnast þeirra níu svartra safnaðarmeðlima sem skotnir voru til bana í kirkjunni árið 2015, af hvítum kynþáttahatara. En Biden var svo truflaður. „Ef þér er ekki sama um líf þeirra sem látist hafa hér, ættirðu að heiðra líf þeirra og krefjast vopnahlés í Palestínu!“ öskraði kona nokkur sem staðið hafði upp ásamt nokkrum öðrum mótmælendum. Kölluðu mótmælendurnir svo ítrekað: „Vopnahlé strax!“ áður en þau voru leidd út af öryggisvörðum.

Joe Biden sagðist skilja „eldmóð“ þeirra. „Sjáið fólk, ég skil eldmóð þeirra. Og ég hef unnið hljóðlega við að fá yfirvöld í Ísrael til að draga úr og fara frá Gaza. Ég er að reyna allt til þess að ná því.“

Demókrataforsetinn er nú undir sífellt meiri pressu frá vinstri væng flokksins, vegna afstöðu hans í deilu Ísraela og Palestínumanna, nú þegar gengdarlausar sprengjuárásir Ísraela á Gaza halda áfram og tala látinna hækkar stöðugt. Biden sór að styðja við Ísrael eftir að hernaðararmur Hamas gerði árás á Ísrael 7. október síðastliðinn. Síðan þá hefur hann biðlað til yfir valda í Jerusalem að forðast dráp á saklausum borgurum en nýlega varaði hann við því að Ísrael ætti á hættu að missa stuðning á alþjóðavísu með „óvarlegum“ sprengjuárásum.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -