Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

MSNBC eyddi viðtali við blaðamann: „Börn eru tætt í sundur eins og kjötstykki í kjötbúð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jeremy Scahill, sem eitt sinn var afar tíður gestur á MSNBC-fréttamiðlinum vegna sérþekkingar hans á stríðum meðal annars, var fenginn í viðtal á dögunum til að ræða dráp Ísraelshers á leiðtoga Hamas, Yahya Sinwar. Jeremy kom þáttastjórnandanum á óvörum með því að beina samtalinu að þjóðarmorði Ísraela á Palestinumönnum.

„Ég er nýbúinn að sjá myndir frá vettvangi þar sem börn eru tætt í sundur eins og kjötstykki í kjötbúð. Ég skil ekki hvernig eitthvert okkar, sama hvort við séum blaðamenn eða ekki, þetta snýst ekki um hlutlægni, að eitthvert okkar geti horft á þetta þjóðarmorð þróast í rauntíma, á horfa á sjáumglaða útskýringar forsetaframbjóðaenda, án þess að öskra bara „þetta þarf að hætta“? Ég meina, þetta þarf að stoppa. Við höfum fylgst með þessu og Ayman [þáttastjórnandinn, innskot blaðamanns], ég veit að þú hefur verið á Gaza að flytja fréttir, ég meina, við erum að horfa á þjóðarmorð í rauntíma. Og ég biðst afsökunar en á þessum miðli er fólk sem hefur ýtt undir áróður Ísraels. Það er fólk sem styður forsetaframbjóðendur sem eru að ljúga að bandarísku þjóðinni um áhyggjur af Palestínumönnum. Og jú, við skulum tala um Yahya Sinwar. En Yahya Sinwar er einnig á margan hátt saga Gaza. Já, þetta var ofbeldisfullur maður en ofbeldi hans átti rætur að rekja til þess að hann fæddist í flóttamannabúðum. Og í gegnum allt hans líf hefur Ísrael háð stríð sem snéri að tortímingu á Palestínumönnum. Ég er ekki kominn hingað til að verja Yahya Sinwar, ég er hér til að segja að við getum ekki talað um það hver Yahia Sinwar var eða hvað Hamas er án þess að tala um 76 ár af landnámi, aðskilnaðarstefnu, af fjöldamorðum, af því að slá garðinn [orðalag sem ráðamenn Ísraels hafa notað yfir árásir á Hamas-liða í gegnum árin, innsk. blaðamanns.], stjórnun á kaleríum. Drápið á Yahya Sinwar, samkvæmt Hvíta húsinu, margar einhvers konar umsnúning og hjálpi til að ná samkomulagi. Og hvað gerir Netanyahu í kjölfar þessarar ræðra Kamölu Harris, Joe Biden og John Kirby? Hann gefur í. Hann fer fram af fullum krafti. Endanleg lausn gagnvart fólkinu á norðurhluta Gaza. Já, tölum um Yahya Sinwar en Guð minn góður, við getum ekki horft á fleiri börn tætt í sundur og sagt að þetta sé í lagi. Að þetta sé bara pólitísk mál.“

MSNBC-fréttamiðillinn hefur nú eytt þessu viðtali af heimasíðu sinni af einhverjum sérkennilegum ástæðum.

Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Breaking Point YouTube-rásinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -