Myndband sem sýnir augnablikið þegar rússneski hershöfðinginn og aðstoðarmaður hans voru drepnir í morgun í Moskvu, hefur verið birt. Stjórnvöld í Kreml heita tafarlausum hefndum.
Sjá einnig: Úkraínska leyniþjónustan myrti rússneskan hershöfðingja í morgun – Földu sprengju í rafhlaupahjóli
Úkraínska leyniþjónustan drap í morgun Igor Kirillov, hershöfðingja í rússneska hernum ásamt aðstoðarmanni hans, með sprengju sem hafði verið komið fyrir á rafhlaupahjóli við fjölbýlishús Kirillov í suðausturhluta Moskvu. Rússnesk yfirvöld hafa heitið tafarlausum hefndum fyrir morðið.
Myndband af morðinu hefur nú verið birt á X-inu en það má sjá hér fyrir neðan:
NEW: Video footage shared with @FT shows the assassination of Lt. Gen. Igor Kirillov and his assistant in Moscow this morning. Story here with @maxseddon https://t.co/UJ69DcJ3lr pic.twitter.com/OdQyO9JEN4
— Christopher Miller (@ChristopherJM) December 17, 2024