Aldraður íbúi í Shanghai var úrskurðaður látinn fyrir mistök í síðustu viku. Manninum var komið fyrir í líkpoka og stóð til að flytja hann í líkhús. Útgöngubann ríkir enn í borginni vegna Covid faraldursins og mikill viðbúnaður er á svæðinu.
Sýna myndbandsupptökur starfsmenn hrökkva í kút er þeir átta sig á því að maðurinn, er enn á lífi. Myndbandið birtist á sunnudaginn síðasta og hefur það vakið bæði hneykslun og hrylling meðal almennings. Í kjölfarið sjást starfsmenn rúlla manninum til baka inn á hjúkrunarheimilið en stofnunin hefur sent frá sér afsökunarbeiðni vegna málsins.
CNN greindi frá málinu.