Tuttugu og fimm ára gömul kona réðst á lögmann sinn í miðju þinghaldi í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær. Lögmaður konunnar hafði stuttu áður beðið dómara um að fresta réttahöldum málsins um tvær vikur en er konan, Taylor Schabusiness, ákærð fyrir morð. Lögmaður ákærðu bað um frest svo hægt væri að fá sérfræðing til þess að meta það hvort Taylor væri í raun sakhæf.
MORE FROM SCHABUSINESS COURT ATTACK: „You went off on your attorney, Taylor. You went crazy on your attorney.“ https://t.co/KqQyAccn5y pic.twitter.com/CGBfBUGYF7
— WBAY-TV 2 (@WBAY) February 14, 2023
Þegar dómarinn féllst á tillögu hans réðst Taylor á lögmann sinn en lögreglumaður á staðnum var fljótur að bregðast við og snúa hana niður. Taylor er sökuð um að hafa myrt hinn tuttugu og fimm ára gamla Shad Thyrion í febrúar á síðasta ári. Þá er hún einnig sökuð um að hafa misnotað hann kynferðislega og sundurlimað lík hans. Taylor heldur fram sakleysi sínu en líkamspartar Thyrion fundust á heimilinu þar sem hann var myrtur og í bifreið. Eftir atvikið bað lögmaður Taylor um að fá að draga sig frá málinu en ekki er ljóst hvort dómari muni fallast á það.