Myndband sem deilt var á samskiptaforritinu Telegram nýlega, virðist sýna úkraínska hermenn brjóta illilega á rússneskum stríðsföngum. Forseti Úkraínu fordæmir brotin.
Myndbandið, sem er alls ekki fyrir viðkvæma, virðist sýna úkraínska hermenn skjóta rússneska stríðsfanga í fótinn en þeir eru með hendur bundnar fyrir aftan bak. Þá má einnig sjá rússneska stríðsfanga liggja á jörðinni með poka yfir andlitinu og er poki er tekinn af einum þeirra má sjá að búið er að berja hann til óbóta. New York Post er meðal erlendra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið undanfarna daga.
Valerii Zaluzhnyi, æðsti yfirmaður úkraínska hersins segir að Rússar séu að búa til myndbönd sem eigi að sýna slæma meðferð Úkraínumanna á rússneskum stríðsföngum. Oleksiy Arestovych, ráðgjafi forseta Úkraínu, Volodymyr Zelensky, tilkynnti að myndbandið yrði rannsakaði í þaula og reynist þau sönn, verði réttum aðilum refsað. Bætti hann við: „Ég vil minna alla hermenn okkar, borgara og varnarliða, á það að ill meðferð á stríðsföngum er stríðsglæpur.“
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið en fólk er varað við því það er ansi grafískt.