Mánudagur 28. október, 2024
5.1 C
Reykjavik

Nærri helmingur Breta vill að Harry og Meghan verði úthýst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ný skoðanakönnun í Bretlandi leiðir í ljós að fjörutíu prósent Breta vilja að Harry Bretaprins og Meghan Markle verði gerð brottræk úr fjölskyldu Elísabetar drottningar. Könnunin kemur í kjölfar umdeildrar bókar um ástæður þess að þau sögðu sig frá opinberum skyldum fyrir drottningarfjölskylduna og fluttu til Bandaríkjanna. Bókin ber nafnið Finding Freedom og hefur vakið mikla hneykslun í Bretlandi, svo mikla að rúmlega helmingur þeirra sem þátt tóku í könnunni telja bókina óviðeigandi, eftir því sem slúðurblaðið The Sun fullyrðir.

Tvöþúsund manns tóku þátt í könnunni og fimmtíu og sjö prósent þeirra sögðu að það væri til skammar að hertogahjónin af Sussex skyldu vera að viðra sína persónulegu gremju opinberlega. Það væri óvirðing við drottninguna og aðra fjölskyldumeðlimi. Hafa ber þó í huga að hvorki Harry né Meghan komu að skrifum bókarinnar, höfundar hennar, Omid Scobie og Carolyn Durand, fengu upplýsingar sínar með viðtölum við vini þeirra og kunningja. Þau hafa hins vegar ekki borið á móti neinu af því sem kemur fram í Finding Freedom og Bretar líta svo á að það þýði að þau séu samþykk því sem þar kemur fram.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -