Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Navalny sagður hafa fengið blóðtappa – Ekki vitað hvar hann verður krufinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny lést í fangelsi í morgun, 47 ára að aldri.

Alexei Navalny, sem lengi hefur verið þyrnir í augum Vladimir Putins, Rússlandsforseta, er látinn. Samkvæmt rússneska útlagamiðlinum Meduza er dánarorsök Alexei Navalny, sögð vera blóðtappi en í fréttum ríkismiðla í Rússlandi var sagt að hann hafi hnigið niður eftir göngutúr í alríkisfangelsinu sem hann afplánaði 19 ára fangelsisdóm. Endurlífganir hafi verið reyndar en ekki borið árangur.

Heimildir úr rússneska alríkisfangelsinu (FSIN), sögðu Novaya Gazeta Europe fréttamiðlinum, að fangelsisyfirvöld séu nú að ræða krufningu.

Einn heimildarmaður sagði að líkhúsið í fangelsinu þar sem Navalny var haldið sé „útbúið öllum nauðsynlegum, en úreltum búnaði.“ Hann gerir ráð fyrir að yfirvöld vilji komast að raun um dánarorsök vegna þess að „ásakanir um þátttöku þeirra í dauða Navalny eru ekki gagnlegar fyrir Kreml núna.“ Af þessum sökum telur hann að krufningin fari fram í Moskvu.

Annar heimildarmaður telur að ef krufningin færi fram á staðnum gæti það litið út eins og  að „FSIN hafi eitthvað að fela.“ Hann sagði að ef starfsmenn kæmu ekki við sögu, þá væri „hagstæðara fyrir þá að framkvæma allar mögulegar rannsóknir“ en í því tilviki yrði líkið líklega flutt til Moskvu. Hins vegar, ef FSIN þarf að „hylja slóð sína“, þá má, að hans mati, fara með líkið til Salekhard, þar sem er líkbrennsla, og eyða því strax eftir krufningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -