Körfuboltastjarnan Dikembe Mutombo er látin.
NBA leikmaðurinn er látinn eftir baráttu við krabbamein í heila en hann var aðeins 58 ára gamall. Mutombo spilaði sem miðherji í NBA deildinni frá 1991 til 2009 og er af mörgum talinn vera besti varnarmaður í sögu deildarinnar en hann var kosinn besti varnarmaður deildarinnar fjórum sinnum og var valinn átta sinnum til að taka þátt í stjörnuleiknum, þar sem bestu leikmenn deildarinnar koma saman og spila gegn hver öðrum. Í tvígang náði hann flestum fráköstum á einu tímabili í NBA og þrígang blokkaði hann flest skot í deildinni.
Á ferlinum lék hann með Denver Nuggets, Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets en hann komst einu sinni í úrslit með 76ers en þar tapaði liðið fyrir Los Angeles Lakers og náði aðeins að vinna eina viðureign af fimm.