NBA-stjarnan Josh Giddey verður ekki ákærð.
Lögreglan í Newport Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur gefið út yfirlýsingu um að Josh Giddey, leikmaður Oklahoma City Thunder, verði ekki ákærður. Lögreglan hóf rannsókn á leikmanninum í nóvember eftir að myndir og myndbönd af leikmanninum birtust á samfélagsmiðlum. Í þeim var leikmaðurinn í nánum samskiptum við stelpu sem var sögð vera undir lögaldri.
Talið er að myndirnar séu gamlar og leikmaðurinn hafi verið 19 eða 20 ára gamall þegar myndirnar voru teknar. Ekki liggur fyrir hversu gömul stúlkan var á þeim tíma. Samkvæmt heimildum fjölmiðla neitaði stúlkan og fjölskylda hennar að taka þátt í rannsókn málsins. Í yfirlýsingu lögreglu var greint frá því að engin sönnunargögn hafi fundist um saknæmt athæfi af hálfu Josh Giddey en hann þykir einn af efnilegri leikmönnum NBA-deildarinnar. Meðan rannsókn málsins fór fram hélt hann áfram að spila með liði sínu.