Fyrrverandi sendiherra Ísraels í New York segir að vegna andstöðu innan ríkisstjórnar Ísraels gegn vopnahléinu við Hamas, hafi Benjamin Netanyahu þrjá kosti í stöðunni.
Alon Pinkas, fyrrverandi sendiherra Ísraels og aðalræðismaður í New York, ræddi við Al Jazeera um hvernig andstaða Smotrich fjármálaráðherra Ísraels og Itamar Ben-Gvirs öryggisráðherra við vopnahléssamninginn gæti haft áhrif á Netanyahu en þingið kýs um samninginn í dag.
Ef ráðherrarnir draga sig úr ríkisstjórninni sagði hann að ísraelski forsætisráðherrann ætti þrjá kosti fyrir höndum.
Netanyahu getur enn leyft þeim að kjósa, jafnvel þó það gæti leitt til mjög tæprar atkvæðagreiðslu og „ef við gerðum ráð fyrir því að vopnahléið bregðist og stríðið hefjist að nýju, munu þeir snúa aftur til ríkisstjórnarinnar“. Pinkas sagði að þetta væri líklega „tilvalin atburðarás“ ísraelska forsætisráðherrans“.
Annað er að stokka upp ríkisstjórn sína og líta svo á að ráðherrarnir séu farnir án þess að ætla að koma aftur. Netanyahu getur þá reynt að draga miðjuflokk inn í þetta bandalag.
Þriðji valkosturinn er að gefa til kynna meiriháttar sundrungu innan ríkisstjórnarinnar, „samþykkja að hann ráði ekki við þetta“ og velji að boða til kosninga.