Netanyahu gagnrýnir ummæli Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og segir að Erdogan sé sá „síðasti sem getur boðað siðferði“.
Harðstjórinn Erdogan Tyrklandsforseti sagði nýlega að „enginn munur“ væri á því sem Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, væri að gera á Gaza og það sem Adolf Hitler gerði í Evrópu.
Þessu svaraði hinn harðstjórinn, Netanyahu á samfélagsmiðlinum X. „Erdogan, sem fremur þjóðarmorð á Kúrdum, sem á heimsmet í fangelsuðum blaðamönnum sem eru honum ósammála, er sá síðasti sem ætti að boða okkur siðferði. Ísraelsher er siðferðislegasti her heims sem berst og eyðileggur viðurstyggilegustu og grimmustu hryðjuverkasamtök í heimi, Hamas ISIS, sem hafa framið glæpi gegn mannkyni og Erdogan dásamar og hýsir háttsetta embættismenn þeirra.“
Að minnsta kosti 20.915 manns hefur verið drepnir af „siðferðis“her Netanyahu frá 7. október, þar af að minnsta kosti 8.200 börn og 6.200 konur. Þá hafa að minnsta kosti 73 blaðamenn verið drepnir í árásum Ísraelshers síðustu tvo og hálfan mánuðinn. Það er fleiri blaðamenn en drepnir voru í seinni heimsstyrjöldinni.