Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Nevalany skrifar úr rússneska fangelsinu: „Okkar vesæla og uppgefna móðurland þarfnast björgunar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexey Navalny skrifaði bréf í tilefni þess að í dag eru nákvæmlega liðin tvö ár frá því að hann snéri aftur til Rússlands eftir að hafa dvalið á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafði verið fyrir honum. Var hann í kjölfar heimkomunnar handtekinn og dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir upplognar sakir að margra mati.

Sjá einnig: Þrjúhundruð rússneskir læknar skora á Pútín: „Við krefumst þess að pynting Alexey Navalny endi“

Bréfið birtist í dag á samfélagsmiðli Navalny sem haldið er úti af einhverjum nákomnum honum. Bréfið er sýnilegt á rússneska fréttamiðlinum Meduza og má lesa hér í lauslegri þýðingu:

Það er liðin akkurat tvö ár síðan ég snéri aftur til Rússlands. Ég hef eytt þessum tveimur árum í fangelsi. Þegar maður skrifar bréf eins og þetta, verður maður að spyrja sig: Hversu mörg afmælisbréf má maður eftir að þurfa að skrifa?

Lífið og viðburðir í kringum okkur fær mann til að svara: Eins oft og það þarf. Okkar vesæla og uppgefna móðurland þarfnast björgunar. Það hefur verið rænt, sært og dregið inn í árásarstríð og breytt í fangelsi sem stjórnað er af hinum mest óprúttnustu og svikulustu skúrkum. Öll andstaða við þetta gengi, jafnvel þó aðeins táknræn í ljósi minnar takmörkuðu stöðu, er mikilvæg.

Ég sagði það fyrir tveimur árum og ég segi það aftur: Rússland er landið mitt. Ég var fæddur og uppalinn hér, foreldrar mínir eru hér og ég bjó til mína fjölskyldu hér. Ég fann ástina og eignaðist börn með henni. Ég er fullgildur ríkisborgari og hef rétt á að sameinast fólki með sama hugarfar og ég og vera virkur í stjórnmálum. Það er nóg til af okkur, klárlega fleiri en hinir spilltu dómarar, ljúgandi áróðusmeistararnir og Kremlar-glæponarnir.

- Auglýsing -

Ég ætla ekki að gefa þeim landið mitt, og ég trúi því að myrkrið muni að lokum dofna. En á meðan myrkrið er hér enn mun ég gera allt sem ég get og reyna að gera það sem er rétt og hvet alla til að missa ekki vonina.

Rússland verður hamingjusamt!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -