Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Neyðarbeiðni frá Mads Gilbert vegna ástandsins á Gaza: „Við þurfum að bregðast við núna!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norski læknirinn Mads Gilbert biðlar til framkvæmdarstjóra Sameinuðu þjóðanna um að koma Gazabúum til bjargar strax.

Mads Gilbert vakti heimsathygli þegar hann var eini vestræni læknirinn, ásamt skurðlækninum og samlanda Mads, Erik Fosse, á Gaza þegar átök brutust út á milli Ísraelshers og Hamas 2008-2009. Erlendum fjölmiðlum var meinaður aðgangur að Gaza en Mads sendi myndskeið úr síma sínum þar sem hann lýsti hræðilegum árásum Ísraelsmanna. Hefur hann verið ötull stuðningsmaður Palestínumanna um áraraðir en hann hefur undanfarið dvalið í nágrannalöndum Palestínu, Egyptalandi og Jórdaníu.

Í myndbandi sem hann sendi frá sér í gær, biðlaði Mads til Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóða, um að koma hungruðum Palestínumönnum til bjargar og það á stundinni. „Virðulegi framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, ég bið þig, gerðu það, gerðu eitthvað núna! Í síðustu viku tókst Jórdönum að fljúga yfir Gaza og koma þangað lífsnauðsynlegum lækningatækjum og nauðsynjavörum, af því að þeir þorðu að ögra umsátri Ísraela á Gaza. Ég hvet þig, í kvöld, að skipuleggja herferð í loftflutningum, með því að nota hvítar flutningsflugvélar Sameinuðu þjóðanna og fljúga til Gaza með vatn, með mat og með hvað sem lífsnauðsynlegt er á þessari stundu. Að koma þeim 1,5 milljónum manna, sem eru flóttafólk í eigin landi, til aðstoðar.“

Þá segir hann að Ísraelar ljúgi um örugg svæði innan Gaza. „Það sem hernámslið Ísraels segir að sé öruggt svæði, í suður Gaza, er ekki öruggt. Fjörutíu prósent af þeim sem hafa verið drepnir á Gaza, voru drepnir í suður Gaza. Næturnar eru að verða kaldari á Gaza og meirihluti flóttamanna þar eru börn. Þetta er krítískt ástand. Við þurfum að bregðast við núna! Og ef þú leyfir Ísraelum að svelta Palestínumenn á Gaza áfram og drepa þá, verður þú samsekur. Takk fyrir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -