Háttsettur neyðarstjóri UNICEF á Gaza segir aðstæður barna þar „algjörlega skelfilegar“.
Al Jazeera ræddi við Hamish Young, sem er háttsettur neyðarstjóri UNICEF, sem er nú í Deir el-Balah í miðhluta Gaza.
Hann lýsir ástandi barna á umsáturs og sprengjuárásarsvæðinu sem „algjörlega skelfilegu“ og vitnaði í fjölda látinn barna á svæðinu en að minnsta kosti 17.000 hafa verið drepin frá 7. október í fyrra. Enn fleiri hafa særst og þá er þúsundum saknað.
„Að auki þjáist án efa hvert einasta barn á Gaza gríðarlega af sálrænum skaða stríðsins,“ segir Young. Hann bendir á að það sé „mjög mikilvægt“ að fólk átti sig á því að „hvert einasta barn á Gaza“ hafi misst foreldri, ömmu eða afa eða systkini „vegna þess að tölur getur orðið yfirþyrmandi“.
Bætir hann við: „Við erum orðin dofin fyrir þessum tölum, en þetta eru raunveruleg, lítil börn,“ sagði Young.
„Í síðustu viku var ég í Gaza-borg á sjúkrahúsi með ungum dreng sem heitir Osama, sem er 11 ára. Hann var úti að leika sér á ströndinni með vinum sínum, það er varla hægt að hugsa sér neitt saklausara en það, sprenging varð og hann fékk sprengjubrot í hnakkann og hann var lamaður fyrir neðan háls og á öndunarvél,“ sagði hann ennfremur og bætti að lokum við: „Þjáningin er bara óbærileg.“
Sjá má umfjöllun Al Jazeera um ástandið á Gaza hér.