Um Saher al-Amoudi neyðist til að vera skapandi í matargerð sinni. Hún býr nú til steiktar pönnukökur úr möluðu dýrafóðri sem hún kryddar með salti og öðru kryddi. Hún býr ásamt börnum sínum á Gaza.
Konan býr með átta fjölskyldumeðlimum sínum á leikvelli UNRWA-skólanum í Jabalia flóttamannabúðunum í norðurhluta Gaza, eftir að heimili þeirra var eyðilagt.
Hún harmar takmarkaða möguleika sína til að fæða börnin sín.
„Þessi matur er óseðjandi. Litla barnið mitt vaknar á nóttunni öskrandi af hungri því bara brauð fyllir maga barnanna.“
„Í dag fann ég þetta maísmjöl, og kannski finn ég það ekki á morgun … ástandið versnar dag frá degi, ástand okkar er hörmulegt.“
Sagt er frá ástandinu í norðurhluta Gaza á fréttastofunni Al Jazeera.