Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Nítján ára kona lést eftir að hafa gengist undir fegrunaraðgerð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nítján ára kona lést á laugardaginn síðasta aðeins þremur vikum eftir að hún gekkst undir fegrunaraðgerð í Kólumbíu. Konan, Yisela Torres Apresa, var lögð inn á spítala þann 13.janúar eftir að hafa fylgikvillar fóru að gera vart við sig en stuttu áður hafði fylliefni verið sprautað í rassinn á henni til þess að stækka og móta lögun hans.

Þremur vikum síðar hafði ástand hennar versnað töluvert og varð það til þess að hún fór í hjartastopp á laugardaginn síðasta. Ekki liggur fyrir hvaða efni var sprautað í Apresa en margir hafa minnst hennar á samfélagsmiðlum. „Þú veist ekki hversu mikinn sársauka þú skilur eftir í, elskan,‘‘ skrifaði vinkona hennar. Ekki er langt síðan önnur ung kona lést eftir að hafa gengist undir sambærilega fegrunaraðgerð í Tyrklandi. Undanfarið hefur verið fjallað um vaxandi vinsældir slíkra aðgerða hjá breskum ungmennum sem gera sér ferðir, meðal annars til Tyrklands, til þess að gangast undir aðgerðirnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -