Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Nítján börn og tveir fullorðnir látnir – Greint frá nöfnum fyrstu fórnarlambanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nítján börn og tveir fullorðnir eru nú látnir eftir skotárás í Texas í gær. Mannlíf greindi frá árásinni í gærkvöldi en síðan þá hafa enn fleiri látist. Skotmaðurinn, Salvador Ramos, var 18 ára gamall og byrjaði á því að skjóta ömmu sína sem er nú lífshættulega særð á spítala. Því næst ók hann að grunnskóla í Uvalde en varð lögregla vitni að því er hann yfirgaf bílinn vopnaður riffli og skammbyssu. Hafa erlendir fjölmiðlar greint frá nöfnum fyrstu fórnarlambanna en eru það Eva Mireles, kennari við skólann, Uziyah Garcia(8), Xavier Lopez(10) og Amerie Jo Garza(10)

Ramos skaut kennara, Evu Mireles og nítján nemendur áður en lögrgla skaut hann til bana. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ávarpaði þjóðina í kjölfar árásarinnar og sagðist bæði reiður og þreyttur. Þá sagði hann að grípa þyrfti inn í og minnti á börnin sem lifðu hræðilega atburðinn af. „Að missa barn er eins og að sálin sé rifin úr þér. Það er tómarúm í brjóstinu og þér líður eins og það sé verið að draga þig inn í það og að þú munir aldrei sleppa,“ sagði Biden. Þá skal tekið fram að Biden missti dóttur sína unga í bílslysi og son úr krabbameini á fullorðinsárum. Erlendir fjölmiðlar hafa greint frá því að samfélagið sé í lamasessi vegna árásarinnar. Uvalde er tiltölulega lítill bær en þar búa rúmlega 16 þúsund manns.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -