Maður var skotinn til bana af að minnsta kosti níu lögregluþjónum í Nashville í Bandaríkjunum í gær.
Maðurinn, sem hét Landon Eastep, sat á vegriði þegar lögregla nálgaðist hann og bauð honum far.
Landon er þá sagður hafa ýtt lögregluþjóni frá sér og tekið upp dúkahníf.
Stuttu síðar var Landon umkringdur fjölda lögreglumanna sem beindu að honum byssum.
Reyndi lögreglan í um hálftíma að tala við Landon án árangurs en þá tók hann hlut upp úr vasanum og beindi að lögreglu; hann var samstundis skotinn til bana af að minnsta kosti níu lögregluþjónum.
Það hefur verið gefið út að Landon hafi ekki verið með byssu, en lögreglan segist hafa neyðst til þess að verja sig þar sem ekki var vitað hvort Landon væri vopnaður öðru en bara hnífnum.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af atburðinum en varað er við innihaldi þess og er það ekki fyrir viðkvæma.