Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Norskur læknir minnist tveggja sem létust í árás Ísraela: „Þeir drápu hana með köldu blóði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norski læknirinn Mads Gilbert er staddur í Suður-Líbanon þar sem hann starfar á sjúkahúsi og minnist sérstaklega tveggja sjúklinga sem hann missti í gær, nú þegar ár er liðið frá því að þjóðarmorð Ísraela hófst á Gaza.

Dr. Mads Gilbert hefur í fjöldi ára vakið athygli á hryllilegri meðferð ísraelskra stjórnvalda á Palestínumönnum en hann hefur starfað sem læknir á Gaza í gegnum tíðina og orðið vitni að skelfilegum hlutum þar og verið duglegur að miðla því sem fyrir augum hans ber, á samfélagsmiðlum og í viðtölum við fjölmiðla. Fyrr á árinu kom hann til Íslands þar sem hann hélt fyrirlestur um Gaza fyrir troðfullum sal í Háskólabíói. Í nýrri færslu á Instagram segir hann frá tveimur sjúklingum sem létust á sjúkrahúsinu sem hann starfar nú á í Líbanon en þau höfðu verið myrt af Ísraelsher.

Missti tvo sjúklinga af átta

„Ég sit hér á litla Najdah-spítalanum í Nabatiyeh í Suður-Líbanon að kvöldi sjötta október 2024 sem er dagurinn fyrir mjög sorglegt og hræðilegt afmæli, ef það er hægt að kalla þetta það. Ég er að hlusta á sprengjugnýinn frá sprengjum Ísraela. Þetta er nánast gengdarlaust,“ segir Mads og áður en hann getur haldið áfram má heyra hljóð úr sprengjum Ísraelshers og hann segir: „Þið heyrið í sprengjunum,“ og heldur áfram: „Starfsfólkið á spítalanum er að vinna ótrúlega vinnu hér, líbanska starfsfólkið og í dag fengum við til okkar átta sjúklinga frá Suðurhluta Líbanon, suður af Letani-ánni þar sem öll staðbundnu sjúkrahúsin hafa neyðst til að loka vegna sprengjuárása Ísraelshers.“

Mads segir að sjúklingarnir átta hafi allir verið særðir eftir sprengjuárásir. „Við börðumst hart til að halda þeim á lífi en því miður létust tveir þeirra sem komu hingað á lífi, annað hvort hér eða í sjúkrabíl á leið á stærra sjúkrahús í Saida. Og mig langar að minnast þessara tveggja manneskja vegna þess að það sem gerðist var að ísraelski hryðjuverkahópurinn, ísraelska hernámsliðið, framkvæmdi eitt af sínum illu árásum þar sem þeir notuðu sprengjudróna til að hæfa mann á mótorhjóli á götum út í bænum Marjayoun, suð-austur frá okkur, um 45 mínútur frá okkur.“

Drepin með köldu blóði

Mads segir síðan áhorfendum frá hinum látnu: „Hind, takið eftir nafninu, hún var vinsæll kennari í þorpinu. Hún var úti að labba og ætlaði að hitta vin sinn og hljóp að til a’ hjálpa manninum á mótorhjólinu. Og ísraelski morðdróninn kom aftur og skaut á björgunaraðilana, eins og þeir gera svo oft.“ Segir læknirinn að Hind hafi verið á lífi þegar hún kom á sjúkrahúsið en illa farin. Sýnir hann svo ljósmynd af kennaranum á skurðarborðinu og af læknunum sem reyndu að bjarga lífi hennar. Hún lést stuttu síðar. Mads les síðan minningarorð fjölskyldu Hindar en tekur svo sterklega fram: „Hún varð ekki fyrir því óhappi að lenda í skotárás Ísraela, hún var skotin viljandi. Hún var tekin af lífi. Af því að þeir sem stjórna drónunum sjá allt. Þeir sjá andltið, geta séð hvort um er að ræða konur eða karla, fullorðna eða börn. Þeir vita nákvæmlega hverja þeir eru að skjóta. Þeir drápu hana með köldu blóði.“ Því næst segir Mads frá hinu fórnarlambinu en það var lögreglumaður frá sama svæði en hann heldur að hann hafi verið skotinn í sömu drónaárás og Hind. Sá lögreglumaður lést á leiðinni frá spítala Mads, til stærri spítala í nágrenninu.

- Auglýsing -

„Af þessum átta létust tvö. Tvö fóru í uppskurð og eru nú í stöðugu ástandi á gjörgæsludeildinni,“ segir Mads undir sprengjugný í nágrenninu og heldur áfram: „Punkturinn minn er þessi. Þetta fólk er drepið með köldu blóði af hernámsliði Ísraela. Þeir hafa verið að gera þetta, ekki aðeins síðasta árið, heldur hafa þeir verið að drepa fólk í Líbanon og í Palestínu, Gaza og á Vesturbakkanum síðustu 45 árin með engum afleiðingum fyrir Ísraelsríki eða fyrir herinn. Eða þá stjórnmálamenn sem bera ábyrgð. Við verðum að stöðva þetta. Við verðum að láta Ísrael bera ábyrgð. Og við þurfum að nota þetta sorglega eins árs afmæli til að auka samstöðu okkar og auka samstöðuaðgerðir okkar því við getum ekki átt heim sem er svona, þar sem máttur er ofar réttindum. Ég tek ofan fyrir allt starfsfólk heilbrigðiskerfisins á Gaza, á Vesturbakkanum og í Líbanon sem sinna kalli sínu, yfirgefa ekki sjúklinga sína og þjóna sínu fólki af kostgæfni, þrátt fyrir dauðaógnir frá Ísraelsher. Og auðvitað minnist ég líka einstaklingana tvo sem létust í dag. Þau hafa öll nöfn, þau hafa öll fjölskyldur, þau hafa öll dáðir og hlutverk í lífinu. Og þau eru bara slátrað af hernámsliði Ísrael. Hættið þessu og hættið þessu strax.“

Hér má sjá myndskeiðið í heild sinni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -