Mánudagur 6. janúar, 2025
-3.2 C
Reykjavik

Norskur læknir um Gaza: „Hversu mörg börn af gyðingaættum, hefði Biden leyft að vera svelt í hel?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Norski læknirinn Mads Gilbert segir rótgróinn rasisma þrífast innan Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna og Ísrael.

Dr. Mads Gilbert er norskur læknir og aðgerðarsinni sem vakti heimsathygli þegar hann starfaði á Al Shifa sjúkrahúsinu á Gaza þegar stríð braust þar út á árunum 2008 og 2009. Ísraelar bönnuðu erlendum fréttamönnum að fara inn á Gaza en Gilbert var duglegur að senda frá sér myndskeið og skilaboð til fjölmiðla út í heimi. Síðan þá hefur hann verið ötull talsmaður Palestínubúa en ísraelsk yfirvöld hafa bannað honum að koma inn í landið. Í nýlegu viðtalsbúti sem birtist á Instagram í gær, segir læknirinn að það þurfi að tala um það sem blasi við, að rótgróinn rasismi og nýlendustefna sé enn við líði innan Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna og Ísrael.

„Ég verð að spyrja þessarar spurningar, af því að við forðumst að ræða það að rótgróinn rasismi og nýlendustefna er ríkjandi bæði í Sameinuðu þjóðunum og í Bandaríkjunum og auðvitað í Ísrael. Hversu mörg börn af gyðingaættum, hefði Biden leyft að vera svelt í hel af óvini sem héldi gyðingasamfélagi föngnu og neitaði þeim um vatn, mat og læknisbirgðum og sprengdu þau? Við vitum svarið. Núll! Og þegar þú leyfir Ísraelum með hjálp Bandaríkjanna, að drepa 12.500 palestínsk börn og svelta þau og neita þeim um vatn þar til þau deyja, þá er þetta svo gríðarlega mikil árás á mennskuna okkar og þvílík svívirðing fyrir siðmenningu okkar og það þarf að vera kjarninn í umræðu okkar núna. Við getum ekki beðið í einn dag í viðbót. Við verðum að bregðast við núna og setja pressu á, og eina pressan sem við getum sett núna eru pólitískar refsiaðgerðir. Það er það vopn sem við höfum til að stöðva sprengjubirgðir og peningaflæði til Ísrael og koma í veg fyrir að þau drepi fleira fólk.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Waqar Dar (@waqartahirdar)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -