Þriðjudagur 29. október, 2024
4.7 C
Reykjavik

Norskur læknir um Gaza: „Þetta er ekki harmleikur. Þetta er hungursneyð af mannavöldum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dr. Mads Gilbert segir að fleiri ungabörn, börn og þungaðar konur, muni líklega deyja úr hungri á Gaza.

Mads Gilbert

Norski læknirinn, sem hefur áður unnið á Gaza og verið duglegur að vekja athygli á hryllilegri meðferð Ísraela á Palestínumönnum í gegnum tíðina, segir miklar líkur á að ungabörn, börn og óléttar konur muni deyja á svæðinu vegna skorts á mat og vatni.

Þau börn sem lifi af séu líkleg til að þjást af langvarandi þroskavandamálum, þar á meðal vaxtarskerðingu og sjúkdómum, segir hann.

„Það er blanda af vannæringu, hungri og þorsta. Þessi þríhyrningur mun valda fleiri dauða,“ sagði Gilbert við Al Jazeera.

„Það sem vantar á Gaza er vatn og matur og það er allt fáanlegt frá nágrannalandinu,“ bætti Gilbert við. „En Ísrael er að stöðva inngöngu matar og vatns til íbúa Gaza, sem er gríðarlegur stríðsglæpur. Hvernig getur heimurinn bara setið aðgerðarlaus og horft á börn deyja úr hungri?“

„Þetta er ekki harmleikur. Þetta er hungursneyð af mannavöldum, viljaverk, þröngvað upp á íbúa Gaza af ísraelska hernámsliðinu. Þetta er hluti af útrýmingarpólitík palestínsku þjóðarinnar,“ sagði hann.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -