Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Ný skýrsla komin út – Hans Niemann svindlaði í 100 netskákum – Myndband

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vondi karlinn í skákheiminum, Hans Niemann hefur verið sakaður um svindl á stórmótum undanfarið en heimsmeistarinn sjálfur, Magnus Carlson sakaði hann um að hafa svindlað þegar hann sigraði hinn nánast ósigrandi Carlson, í síðasta mánuði. Nú er komin út skýrsla um netskákir hans og hún er nokkuð svört.

Játaði sök

Chess.com skilað nýverið 72 blaðsíðna skýrslu um Niemann en sérfræðingar rannsökuðu fjöldi skáka sem hinn 19 ára Bandaríkjamaður hefur leikið á hinni þekkta skáksíðu en Niemann hefur skotist grunsamlega hratt upp á styrkleikalistum. Komust sérfræðingarnir að þeirri niðurstöðu að líklega hafi hann svindlað í mun fleiri einvígum en áður var talið eða um 100 talsins, í sumum tilfellum þar sem háar peningaupphæðir voru í verðlaun. Hann hafði játað að hafa svindlað einu sinni þegar hann var 12 ára og aftur þegar hann var 19 ára, með hjálp skáktölva. Í skýrslunni kemur fram að Niemann hafi játað fyrir þeim að hafa svindlað og hefur hann strax verið settur í bann um óákveðinn tíma. Ekki tóku skýrsluhöfundar afstöðu til skákeinvíga sem Niemann átti í raunheimum en töldu þó að það þyrfti að rannsaka þau einvígi nánar, í ljósi niðurstöðu skýrslunnar.

En hvernig getur hann hafa svindlað á móti Carlsen?

Kenningarnar um það hvernig hann gæti hafa svindlað á móti heimsmeistaranum eru margskonar.

Sú fyndnasta er sjálfsagt sú að hann hafi notast við rafknúna bossainnstungu sem einhver félagi hans hefur svo notað til að gefa honum merki um næstu leiki. Niemann hefur sagt að hann sé tilbúinn að tefla nakinn til að sanna að hann er ekki með nein tæki innanklæða en bossainnstungur eru einmitt ekki innanklæða.

- Auglýsing -

Önnur kenning snýr að því að hann hafi átt sér vitorðsmann í áhorfendasalnum sem hafi notast við skáktölvu og gefið Niemann merki um næstu leiki.

Þá er einnig möguleiki á að einhver úr teymi Carlson hafi lekið leikjaplani heimsmeistarans en miðað við viðbrögð Carlson virðist það ólíklegt. 

Hvort og þá hvernig Niemann svindlaði kemur vonandi í ljós en þangað til heldur skákheimurinn áfram að klóra sér í hausnum og blóta honum í hljóði.

Hér má sjá öryggisvörð á nýlegu skákmóti skanna Niemann. Athugið að hann skannar sérstaklega rassinn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -