Callum Ulysses Parslow, sem hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga innflytjanda, reyndi að birta færslu á samfélagsmiðlum rétt eftir árásina þar sem hann ætlaði að skrifa „ég rétt í þessu að gera skyldu mína gagnvart Englandi“ en færslan náði ekki í gegn.
Reiður og svekktur
Nýnasisti sem lét húðflúra undirskrift Hitlers á handlegginn á sér, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hafa reynt að myrða hælisleitanda sem hann vildi „útrýma“.
Callum Ulysses Parslow var fundinn sekur af kviðdómi sem heyrði að hann hefði stungið Nahom Hagos í bringu og hönd á Pear Tree Inn á Smite-hótelinu, nálægt Worcester í apríl á síðasta ári.
Hinn 32 ára gamli tölvuforritari hafði rannsakað löndunarstaði smábáta og sagði dómnefndinni að hann hefði ferðast á hótelið til að stinga „einn af Ermasunds-innflytjendunum“ sem „mótmæli“ vegna þess að hann væri „reiður og svekktur“. Hago, 25 ára Eritreumaður, hefur leyfi til að vera í Bretlandi til nóvember 2028.
Í þriggja vikna réttarhöldum við Leicester Crown Court var sagt frá því að Parslow hefði ráðist á Hagos með hníf sem hann hafði keypt á netinu fyrir tæpar 121.000 krónur. Saksóknarinn Tom Storey sagði kviðdómnum að Hagos hefði áður búið á Pear Tree Inn og hefði snúið aftur til að heimsækja vin. Þegar Parslow kom spurði hann Hagos hvaðan hann væri og fórnarlamb hans svaraði „Eritreu“.
Stuttu síðar, á meðan Hagos var að borða máltíð, tók Parslow fram hnífinn og hóf að stinga Hagos og elta hann út á bílastæði. Hótelstjórinn og byggingameistari sem staddur var á hótelinu notuðu sendibíl til að flytja Hagos á sjúkrahús í Worcester, en þeir höfðu áhyggjur af því að hann væri að missa mikið blóð ansi fljótt.
Parslow hljóp í átt að síki, þar sem hann sást með blóð á höndum sér.
Mistókst að birta stefnuyfirlýsingu
Áður en lögreglan kom á staðinn reyndi hann að hlaða upp sjálfskrifaðri stefnuyfirlýsingu á samfélagsmiðilinn X – þar sem hann merkti inn (e. tagged) öfgahægrimanninn Tommy Robinson og þekkta stjórnmálamenn, þar á meðal Sir Keir Starmer, Rishi Sunak, Nigel Farage og Suella Braverman, auk ýmissa dagblaða og sjónvarpsstöðva.
Þar talaði hann um að „illa óvini náttúrunnar og Englands“ og réðist að „gyðingum, marxistum og alþjóðasinnum“ sem hann sagði bera ábyrgð á að mála kristna, hvítt fólk og evrópska menningu á djöfullegan hátt. Þar sem hann merkti of marga inn í færslunni tókst honum ekki að birta færsluna á X áður en lögreglan handtók hann.
Í réttahöldunum var sagt frá því að íbúð Parslows hafi verið rannsökuð og þar hafi fundist annar hnífur í slíðri, öxi, hafnaboltakylfa úr málmi, rautt armband með hakakrossi, verðlaunapeningur frá nasistatímanum og eintök af Mein Kampf. Ekki var hægt að greina frá upplýsingum um réttarhöldin fyrr en dómsúrskurði var aflétt eftir að Parslow játaði sekt um ótengd kynferðisbrot og tvær ákærur samkvæmt lögum um skaðleg samskipti. Hann var dæmdur fyrir öll brot í dag.
Dæmdur eltihrellir
Kviðdómurinn heyrði í réttarhöldunum að Parslow hefði áður verið dæmdur fyrir að sitja fyrir konum og dæmdur í 30 mánaða fangelsi. Til mildunar sagði dómstóllinn að Parslow væri greindur einhverfur og með ADHD, sem olli því að hann átti í erfiðleikum með félagsleg samskipti, dómari tók tillit til þess við ákvörðun refsingar hans. Dómarinn sagði honum að hann skapi mikla hættu fyrir almenning.
Parlsow var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi með að lágmarki 22 ár og átta mánuði á bak við lás og slá.
Fórnarlambið þjáist af svefnleysi
Dove dómari, sem sat í Woolwich Crown Court á föstudag, sagði við sakborninginn: „Þú framdir grimmilega og tilefnislausa árás á algjörlega ókunnugan mann að nafni Nahom Hagos, sem hlaut hrikalega áverka vegna ofbeldis þíns.“
Dómarinn sagði að Parslow væri „hvattur áfram af þeim öfgahægri nýnasista hugarfari sem þú tileinkaðir þér sem ýtti undir brenglaðar, ofbeldisfullar og kynþáttahatursfullar skoðanir þínar“. „Þetta var án efa hryðjuverkaárás,“ bætti hann við.
Í yfirlýsingu um áhrif árásarinnar á fórnarlambið sem Hagos skrifaði fyrr í þessum mánuði og lesin var fyrir dómi af ákæruvaldinu, lýsti hann „óbærilegum sársauka“ sem hann heldur áfram að þjást af í hendinni.
„Sársaukinn er óbærilegur og heldur mér vakandi allar nætur,“ sagði Hagos. „Sársaukinn er eins og raflost sem fer í gegnum höndina á mér og ég þjáist nú af svefnleysi. Ég hafði lifað og stundað hamingjusamt líf fyrir árásina. Þetta er nú fjarlæg minning. Ég kýs að vera einn. Ég er einmana og finnst ég ekki öruggur úti á götu. Lífinu hefur verið snúið á hvolf.“
Í yfirlýsingunni sagðist hann eiga erfitt með að skilja hvers vegna Parslow réðst á hann og sagði: „Ég var löghlýðin, góð manneskja.“