Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Michella Obama hafa lýst yfir stuðningi sínum við framboð Kamala Harris til forseta Bandaríkjanna en Obama tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Twitter.
Obama var forseti Bandaríkjanna frá 2008 til 2016 og er einn vinsælasti forseti í sögu landsins en hann var fyrsti svarti forsetinn í langri sögu þess. Búist hefur verið við þessari stuðningsyfirlýsingu frá því að Joe Biden, núverandi forseti Bandaríkjanna, dró framboð sitt til baka en Kamala Harris er varaforseti Bandaríkjanna. Harris, rétt eins og Obama, er hluti af Demókrataflokknum og sýna kannanir að Harris á góða mögulega á að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Þá telja rúmlega 75% lesenda Mannlífs að Harris muni sigra Donald Trump í komandi kosningum.
Earlier this week, Michelle and I called our friend @KamalaHarris. We told her we think she’ll make a fantastic President of the United States, and that she has our full support. At this critical moment for our country, we’re going to do everything we can to make sure she wins in… pic.twitter.com/0UIS0doIbA
— Barack Obama (@BarackObama) July 26, 2024