Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Óeirðir í Dyflinni eftir hnífaárás á börn – Brasilískur matarsendill stöðvaði árásarmanninn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hrottafengin hnífaárás í Dyflinni í hádeginu í gær, olli óeirðum í írslu höfuðborginni, þar sem verslanir voru rændar, bílar brenndir og árásir gerðar á lögreglumenn.

Þrjú ung börn eru meðal fimm sem slösuðust í sjokkerandi árás á Parnell-torgi, norður af miðborg Dyflinnar, rétt eftir 13:30 í gær. Maður á sextugsaldri, er nú í haldi írsku Garda-lögreglunni, grunaður um verknaðinn en gert var að sárum hans á vettvangi glæpsins.

Yfirvöld segja  fimm manneskju hafi særst í hnífaárásinni, en af þremur börnum sem slösuðust, hafa tvö verið flutt á sjúkrahús. Fimm ára stúlka og kona á fimmtugsaldri eru í lífshættu. Ekki er enn vitað um ástæður árásarinnar.

Ofbeldisalda braust út í írsku höfuðborginni í gærkvöldi en óeirðarseggirnir kveiktu í lögreglubíl, rændu verslanir og réðust á fjöldi lögreglumanna. Yfirmaður Garda-lögreglunnar sagði að óeirðirnar væru „svívirðilegar“ og drifnar áfram af „brjáluðum óeirðarseggum“ sem aðhylltust „hugmyndafræði öfga-hægrisins,“ að sögn Drew Harris lögreglustjóra.

Forsætisráðherra Írlands, Micheál Martin hrósar brasilískum matarsendli sem tæklaði árásarmanninn niður í miðri hnífaárás. Caio Benicio var staddur í vinnu sinni þegar hann varð vitni að árásinni við Parnell-Torgið og stöðvaði manninn.

Martin segir að þáttur hans „mætti ekki gleymast“ og sagði að hann hefði líklega bjargað öðrum börnum frá hnífsstungum. „Við sáum hrottalega og ofbeldisfulla árás á börn og fullorðna, við hugsum til þeirra, og við hugsum einnig til matarsendilsins sem kom að og bjargaði málunum, jafnvel fleiri börnum,“ sagði forsætisráðherrann.

- Auglýsing -

The Mirror sagði frá málinu.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -