Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Öfgahægrimaðurinn Jean-Marie Le Pen er látinn – Afneitaði Helförinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jean-Marie Le Pen, stofnandi franska öfgahægriflokksins National Front (ísl. Þjóðfylkingin), er látinn 96 ára að aldri.

Le Pen hneykslaði frönsku stjórnmálastéttina þegar hann náði óvænt áfram í úrslitaeinvígið í forsetakosningunum gegn Jacques Chirac árið 2002.

Þrátt fyrir að hafa tapað stórt fyrir Chirac endurskrifaði hann viðmið franskra stjórnmála á ferli sem spannaði marga áratugi og virkjaði óánægju kjósenda yfir innflytjenda- og atvinnuöryggi, sem boðaði uppgang verðandi Bandaríkjaforseta Donalds Trump, að því er fram kemur í frétt Sky News.

Allan feril sinn stóð hann frammi fyrir ásökunum um kynþáttafordóma en umdeildar yfirlýsingar hans reiddu marga en meðals annars afneitaði hann Helförinni.

Eftir að hafa stýrt þáverandi Þjóðfylkingunni frá 1972 til 2011 tók dóttir hans, Marine Le Pen, við sem flokksforingi. Hún hefur síðan þrisvar boðið sig fram til forseta og breytt flokknum, nú þekktur sem Þjóðarflokkurinn, í eitt helsta stjórnmálaafl landsins.

Jordan Bardella, núverandi forseti Þjóðarflokksins, staðfesti andlát Le Pen á samfélagsmiðlum. Hann sagði: „Í dag hugsa ég með sorg til fjölskyldu hans, ástvina hans og auðvitað til Marine en það ber að virða syrgð hennar.“

- Auglýsing -

Í yfirlýsingu vottaði flokkurinn Le Pen virðingu sína.

Þar var lögð áhersla á fyrstu ár hans í bardögum í sumum nýlendustríðum Frakklands, þar á meðal í Alsír, og sagði að hann væri stjórnmálamaður sem hafi „áreiðanlega verið óstýrilátur og stundum ófriðlegur“. Í framhaldinu sagði að hann hafi sett fram þau atriði sem skilgreina nútíma stjórnmálaumræðu í Frakklandi.

„Fyrir Þjóðarflokkinn verður hann áfram sá sem í óveðrinu hélt í höndum sér litlu flöktandi loga frönsku þjóðarinnar,“ hélt yfirlýsingin áfram.

- Auglýsing -

Emmanuel Macron forseti vottaði einnig samúð sína í yfirlýsingu og sagði: „Sem söguleg persóna öfgahægrisins, gegndi hann hlutverki í opinberu lífi lands okkar í næstum sjötíu ár, sem nú er mál sem sagan að dæma.“

Umdeildur ferill

Hann fæddist árið 1928, sonur bretónsks fiskimanns, og var ákaflega umdeild persóna, þekktur fyrir eldheita orðræðu sína gegn innflytjendum og fjölmenningu sem aflaði honum bæði traustra stuðningsmanna og víðtækrar fordæmingar.

Hann gerði Íslam og múslimska innflytjendur að aðalskotmörkum sínum og kenndi þeim um efnahagslegar og félagslegar ógöngur Frakklands.

Umdeildar yfirlýsingar hans, þar á meðal afneitun Helfararinnar og tillaga hans frá 1987 um að einangra þyrfti alnæmissjúklinga með valdi í sérstökum aðstöðum, leiddu til margvíslegrar sakfellingar og þrengdu að stjórnmálabandalaga hans, þar á meðal við hans eigin dóttur.

Ásakanir um kynþáttafordóma fylgdu honum og hann var kærður, dæmdur og sektaður fyrir að neita stríðsglæpum eftir að hafa lýst því yfir að gasklefar nasista hafi aðeins verið „smáatriði“ í sögu síðari heimsstyrjaldarinnar. „Ég stend við þetta vegna þess að ég trúi því að þetta sé sannleikurinn,“ sagði hann árið 2015 þegar hann var spurður hvort hann sjái eftir ummælunum.

Hann hlaut alls 11 dóma, þar á meðal fyrir ofbeldi gegn opinberum starfsmanni og hatursorðræðu gegn gyðingum.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -