Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Ófrísk kona lést ásamt ófæddu barni sínu – Rússar sprengdu upp úkraínskan spítala

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ófrísk kona sem slasaðist alvarlega í árás Rússa á úkraínskan spítala hefur látið lífið ásamt ófæddu barni sínu. Þetta staðfestir Sky News.

Árásin átti sér stað á miðvikudaginn þegar rússneskar hersveitir sprengdu upp spítala í Mariupol í Úkraínu. Konan var flutt á annað sjúkrahús þar sem strax var ljóst að barnið hennar væri látið. Þegar henni var ljóst að barnið myndi ekki lifa er hún sögð hafa öskrað „Drepið mig núna.“

Skurðlæknirinn Timur Marin sagði konuna vera mikið slasaða, mjaðmagrindin hafi losnað frá líkamanum og mjöðm margbrotnað.

Ungabarnið var tekið með keisaraskurði en sýndi engin lífsmörk. Læknar reyndu að endurlífga konuna í yfir 30 mínútur eftir að hún missti lífsmörk en það bar ekki árangur.

„Þau létust bæði,“ sagði skurðlæknirinn.

„Nýjustu upplýsingar sem ég hef fengið frá Alþjóðarheilbrigðisstofnuninni eru þær að vísbendingar bendi til þess að 31 árás, líkt og þessi, hafi verið gerðar á heilbirgðisstofnanir og sjúkrahús. Þar á meðal er spítali sem sérhæfir sig í krabbameinsmeðferðum,“ segir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands í samtali við Sky News

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -