Lögreglan í Glasgow, Skotlandi, stöðvaði ökumann sem grunaður var um akstur undir áhrifum lyfja á laugardaginn. Í bílnum fannst kókaín að andvirði 1,7 milljón króna. Þar fannst einnig lítið lamb.

Samkvæmt Plymouth Herald var farþeginn frelsaður og farið með hann til bónda, eftir að lögreglan stöðvaði bílinn á M74 hraðbrautinni í Glasgow.
Ökumaðurinn var handtekinn eftir að hann féll á fíkniefnaprófi en lögregluhundur fann svo kókaín að andvirði 1,7 milljón króna í bílnum. Lögreglan í Glasgow grínaðist í Twitter tilkynningu um málið og sögðu að bifreiðin hafi ekki verið „Lamborghini“. Færslan er eftirfarandi: „Lögreglumenn stoppuðu þessa bifreið (Ekki Lamborghini) á #M74 J3 NB í gær. Auk þessa litla gaurs, fannst A klassa eiturlyf í bílnum, með hjálp @PSOSDogs. Þá féll ökumaðurinn í kókaíntesti sem tekið var á vettvangi.“