Áhrifavaldurinn Jackie Miller James er haldið sofandi eftir að æðagúll rofnaði. Aðeins var vika í setta dagsetningu á ófæddu barni hennar þegar áfallið kom.
Samkvæmt fjölskyldu hennar olli æðagúlsrofið mikilli heilabæðingu en hún átti von á stúlkubarni.
Á GoFundMe söfnunarsíðu sem systur hennar, Natalie og Nicella bjuggu til, stendur að „eiginmaður hennar, Austin, hafi fundið hana strax og henni var komið á bráðamóttöku.“ Bættu þær við að hún hefði undirgengist aðgerð þar sem læknarnir gerðu bráða keisaraskurð og heilaaðgerð samtímis.
„Tólf dögum eftir atvikið er Jacki haldið sofandi og hefur farið í fimm aðskildar heilaaðgerðir,“ segir einnig í yfirlýsingunni. „Jackie mun dvelja áfram á gjörgæslunni í viku í viðbót og mun þurfa að vera á sjúkrahúsi næstu mánuðina. Stúlkubarni hennar er einnig enn haldið á sjúkrahúsi vegna áfallsins sem það varð við við fæðingu.“
Þá er einnig sagt frá því hversu erfitt ástandið hefur verið. „Eiginmaður Jackie og fjölskyldan hefur ekki vikið frá henni frá því að þetta gerðist. Þau eru á sama tíma að sjá um hina nýfæddu stúlku og halda Jackie á lífi. “
Þrátt fyrir allt er fjölskyldan með skilaboð um von fyrir framtíðina:
„Jackie heldur áfram að berjast fyrir lífi sínu á hverjum degi og við erum bjartsýn á að hún geti sigrast á þessu með réttum sérfræðingum og meðferðarúrræði. Þó að vegurinn hafi verið langur erum við staðráðin í því að koma Jackie heim til dóttur sinnar og eiginmanns.“
Fegurðar- og lífsstíls áhrifavaldurinn giftist Austin í apríl 2022. Fyrr á árinu tilkynnti hún á Instagram um óléttuna og að hún ætti von á dóttur en þar sagði hún meðal annars: „Ég trúi þessu ekki ennþá! Ég get ekki beðið eftir að sjá þennan engil í maí.“