Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ólympíuhlaupari látinn eftir að fyrrum kærasti kveikti í honum: „Megi sál hennar hvíla í friði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólympíuhlauparinn Rebecca Cheptegei lést af sárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar kveikti í henni.

Hin 33 ára gamla Rebecca hafði verið á gjörgæsludeild síðan á sunnudag en hún hafði hlotið brunasár á 80 prósent af líkama sínum. Hin hrottalega árás átti sér stað í Kenýa skömmu eftir heimkomu hennar frá Ólympíuleikunum í París í sumar.

Fyrrverandi kærasti hennar, Dickson Ndiema er sagður hafa hellt bensíni úr brúsa á Cheptegei og kveikt í henni eftir ósætti þeirra á milli. Nágrannar hjálpuðu til við að slökkva eldinn, samkvæmt fréttum í Kenýa, en bæði Cheptegei og Ndieman voru flutt á sjúkrahús með mikla áverka.

„Því miður misstum við hana eftir að öll líffæri hennar gáfu sig í gærkvöldi,“ sagði forstjóri sjúkrahússins sem Recca var flutt á, Dr. Owen Menach.

Því var haldið fram að parið fyrrverandi hafi verið að rífast um landið sem hús Cheptegei er byggt á. Rebecca keypti jörðina sem staðsett er nálægt landamærum heimalands hennar, Úganda og byggði þar heimili sitt.

Í yfirlýsingu frá frjálsíþróttasambandi Úganda á samfélagsmiðlum segir: „Við erum mjög sorgmædd að tilkynna lát íþróttakonunnar okkar, Rebeccu Cheptegei, snemma í morgun sem varð fórnarlamb hörmulegs heimilisofbeldis. Sem samband fordæmum við slík verk og köllum eftir réttlæti. Megi sál hennar hvíla í friði.“

- Auglýsing -

Cheptegei hafði æft í Kenýa eftir að hún kom heim frá Ólympíuleikunum í París 2024. Hún var fulltrúi Úganda í maraþoninu á fyrstu leikum sínum en náði ekki til verðlauna og endaði í 44. sæti.

Lögreglustjórinn Jeremiah ole Kosiom sagði: „Parið heyrðist rífast fyrir utan húsið þeirra. Á meðan á átökum stóð sást kærastinn hella vökva yfir konuna áður en hann brenndi hana. Hinn grunaði varð einnig fyrir eldinum og hlaut alvarleg brunasár.“

Lögreglan staðfesti einnig að fimm lítra bensínbrúsi, poki og sviðinn sími fannst á vettvangi eftir atvikið.

- Auglýsing -

Árásin á Cheptegi er aðeins nýjasta skelfilega atvikið þar sem langhlaupari frá Úganda kemur við sögu. Ólympíuhlauparinn og hindrunarhlauparinn Benjamin Kiplagat fannst látinn í lok ársins 2023 með stungusár á líkamanum. Tveir menn eru grunaðir um morðið en þeir neita sök.

Hann hafði verið fulltrúi Úganda á þremur Ólympíuleikum og fannst látinn í Kenýa. Í yfirlýsingu frá World Athletics á þeim tíma sagði: „Við hjá World Athletics erum sjokkeruð og sorgmædd að heyra af andláti Benjamin Kiplagat. Við sendum vinum hans, fjölskyldu, liðsfélögum og öðrum íþróttamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá þeim öllum í þessu máli á þessum erfiða tíma.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -