Stórfurðulegt atvik kom upp þann 1. febrúar í Kitsap-sýslu í Washington-fylki í Bandaríkjunum. Í myndbandi sem kona tók upp með myndavél sem er staðsett í bíl hennar má sjá fólk í öðrum bíl skjóta flugeldum á bíl hennar.
Bíllinn hafði elt konuna um nokkurt skeið áður en hann tók fram úr henni hóf farþegi bílsins að skjóta flugeldum í hliðarrúðu konunnar. Svo hélt farþeginn áfram að skjóta í framrúðuna hjá henni þegar bíllinn var kominn fyrir framan hana. Konan varð eðlilega hrædd og beygði inn á bílastæði til að forða sér og dugði það til.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni í Kitsap-sýslu og birti hún myndbandið á samfélagsmiðlum til leita eftir upplýsingum um atvikið frá almenningi.