Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Örlagaríkt símtal forsetanna – Biden gefur forseta Kína viðvörun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun ræða við Xi Jingping, forseta Kína símleiðis í dag en hafa þeir ekki rætt saman frá því í nóvember á síðasta ári.
Bandarískir embættismenn hafa lýst því yfir síðustu vikur að Kínverjar muni gjalda fyrir það, komi þeir Rússum til hjálpar. Þá er talið að Biden muni ítreka þær yfirlýsingar við Jingping í dag en myndu aðgerðirnar hafa bæði efnahags- og fjárhagslegar afleiðingar á Kína. Breski fréttamiðillinn The Guardian greindi frá málinu.

Jingping hefur lagt áherslu á góð samskipti við Rússa. Sagði hann vináttu ríkjanna hafa engin takmörk eftir heimsókn Vladimir Pútíns Rússlandsforseta fyrir Ólympíuleikana sem fóru fram í Pekíng.
Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Biden sagði símtalið milli forsetanna vera tækifæri Biden til þess að komast að því hvað Jingping  hyggst gera í framhaldinu en hefur hann þrætt fyrir að Rússar hafi beðið Kínverja um aðstoð vegna innrásarinnar í Úkraínu. Símtal forsetanna fer fram klukkan eitt á íslenskum tíma en ljóst er að andrúmslofið verður spennuþrungið á meðan því stendur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -