Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.3 C
Reykjavik

Páfinn eftir að leyniskytta drap mæðgur á Gaza: „Þetta eru hryðjuverk“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tvær kristnar konur, eldi móðir og dóttir hennar, voru skotnar til bana af leyniskyttu Ísraelsher í gær, á lóð kaþólskrar kirkju í Gaza-borg, samkvæmt tilkynningu latínska
Patríarkaveldisins í Jerúsalem. Francis Páfi kallar hernað Ísraela hryðjuverk.

„Um hádegi í dag myrti leyniskytta Ísraelshers tvær kristnar konur innan sóknar Holy Family-sóknarinnar á Gaza,“ segir í tilkynningunni í gær en í sókninni hafa kristnar fjölskyldur leitað skjóls frá því að stríðsátök Hamas og Ísrael hófst 7. október. „Nahida og dóttir hennar Samar, voru skotnar og drepnar þar sem þær gengu að Systraklaustrinu. Önnur þeirra var drepin þar sem hún reyndi að bera hina í skjól.“

Tekið er skýrt fram í tilkynningunni að engin viðvörun var gefin áður en skotárásin hófst. „Þær voru skotnar í köldu blóði innan lóðar sóknarinnar, þar sem engir stríðsmenn leyndust.“

Sjö fleiri særðust í skotárásinni, er þau reyndu að vernda aðra, stóð einnig í tilkynningunni. „Þetta er markviss dauðaherferð yfir jólahátíðina á elsta kristna samfélagi heims,“ Hammam Farah, skyldmenni mæðgnanna sem drepnar voru, í yfirlýsingu á X-inu.

Blaðamaður Al Jazeera, Hani Mahmoud, sem starfar á Rafah í suðurhluta Gaza, sagði að kirkjan, sem hýsti kristna menn á Gaza, hafi síðustu daga verið skotmark í sprengjuárásum Ísraela. „Stór partur af kirkjunni hefur verið eyðilagður. Leyniskyttur skjóta á allt sem hreyfist í garðinum,“ segir Mahmoud.

Í tilkynningu kirkjunnar segir að þrjú skot frá ísraelskum skriðdreka hefðu einnig hæft klaustrið í góðgerðarsamtökunum Sisters of Mother Teresu, og eyðilagt rafal og eldsneytisbirgðir þess og gert byggingu sem hýsti 54 fatlaða einstaklinga óbyggilega.

- Auglýsing -

„Hinir 54 fötluðu einstaklingar eru nú á vergangi og hafa ekki aðgang að öndunarvélum sem sumir þeirra þurfa til að lifa af.“

Samkvæmt fréttastofu Vatíkansins særðust þrjár manneskjur í þeirri árás. „Þau 800 sem enn eru eftir að kristnu fólki á Gaza, eru nú á barmi útrýmingar. Þeir hafa gert þessu samfélagi lífið mjög erfitt,“ sagði Mahmoud.

Í dag sagðist Francis Páfi harma drápin á mæðgununum og gaf í skyn að Ísrael væri að notast við „hryðjuverka“taktík á Gaza.

- Auglýsing -

„Ég held áfram að fá alvarlegar og sársaukafullar fregnir frá Gaza,“ sagði Francis í vikulegri bænastund hans. „Óvopnaðir borgarar eru skotmörk sprengju- og skotárása. Og þetta gerðist jafnvel innan lóðar Holy Family-sóknarinnar, þar sem engir hryðjuverkamenn eru,  aðeins fjölskyldur, börn, fólk sem er veikt og fatlað, nunnur.“ Francis páfi sagði tvær konur hefður verið drepnar af „leyniskyttum“ og vitnaði í tilkynningu frá Patríarkaveldinu, um að nunnaklaustrið af þeirri reglu sem Móðir Teresu stofnaði, hafi skemmst eftir skriðdrekaárás Ísraelshers. „Sumir myndu segja „Þetta er stríð. Þetta eru hryðjuverk“. Já, þetta er stríð. Þetta eru hryðjuverk,“ sagði Páfinn en þetta er í annað skiptið á innan við mánuð sem Francis Páfi notar orðið „hryðjuverk“ þegar hann var að tala um fréttir frá Gaza.

Þann 22. nóvember sagði Páfinn, eftir að hafa hitt í sitthvoru lagi, ísraelska ættingja gísla sem eru í haldi Hamas-liða og palestínska ættingja Gaza búa: „Þetta er það sem stríð gera. En hér höfum við farið út fyrir stríð. Þetta er ekki stríð. Þetta eru hryðjuverk.“

Fréttin er unnin upp úr frétt Al Jazeera.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -