Föstudagur 27. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Palestínskum blaðamanni sleppt úr haldi Ísraela: „Við sættum pyntingum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Palestínski blaðamaðurinn Diaa al-Kahlout, sem var varðhaldi ísraelskra yfirvalda, lýsir sársaukafullri vist sinni en honum var nýlega sleppt.

Al Jazeera segir frá því að Diaa al-Kahlout, blaðamaður Al Araby Al Jadeed-fréttamiðilsins hafi verið sleppt fyrr í þessari viku eftir að hafa verið settur í varðhald af ísraelska hernum ásamt fjöldi annarra palestínskra karlmanna þann 7. desember síðastliðinn. Lýsti hann fyrir miðlinum sársaukafullri vist sinni þá 25 daga sem hann sat inni.

„Það eru engin takmörk sett fyrir ísraelska herinn í samskiptum við fanga frá Gaza,“ sagði al-Kahlout. „Við sættum pyntingum.“

Al-Kahlout, sem starfar á Gaza fyrir fréttamiðilinn Al Araby Al Jadeed, segir að sagði að ísraelska öryggisþjónustan Shin Bet hefði yfirheyrt hann vegna fréttaflutnings hans og blaðamannaheimilda á meðan hann var í haldi. Á þeim tíma sá hann aðra fanga barða og niðurlægða.

Al-Kahlout er fyrsti palestínski blaðamaðurinn, af þeim 32 sem handteknir voru 7. október, til að vera sleppt, samkvæmt samtökunum Fréttamenn án landamæra.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -