Sunnudagur 22. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Palestínskur embættismaður gagnrýnir atkvæði Ísraela gegn tveggja ríkja lausninni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hussein al-Sheikh, embættismaður palestínsku heimastjórnarinnar, segir að höfnun Knesset – þings Ísraels á sjálfstæðri Palestínu „staðfesti kynþáttafordóma hernámsríkisins og lítilsvirðingu þess við alþjóðalög og alþjóðlegt lögmæti, og kröfu þess um þá nálgun og stefnu að viðhalda hernáminu að eilífu.“

Þau lönd heimsins sem eru hikandi við að samþykkja ríki Palestínu „verða að viðurkenna það strax“ til að vernda tveggja ríkja lausnina, skrifaði hann á samfélagsmiðlum.

Ummæli hans komu eftir að ísraelska þingið samþykkti með yfirgnæfandi hætti ályktun sem hafnar stofnun palestínsks ríkis og sagði að það myndi „skapa tilvistarhættu“ fyrir Ísrael og „viðhalda deilu Ísraela og Palestínumanna og valda óstöðugleika á svæðinu“.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Hér má sjá útskýringu á tveggja ríkja lausninni:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -