Hussein al-Sheikh, embættismaður palestínsku heimastjórnarinnar, segir að höfnun Knesset – þings Ísraels á sjálfstæðri Palestínu „staðfesti kynþáttafordóma hernámsríkisins og lítilsvirðingu þess við alþjóðalög og alþjóðlegt lögmæti, og kröfu þess um þá nálgun og stefnu að viðhalda hernáminu að eilífu.“
Þau lönd heimsins sem eru hikandi við að samþykkja ríki Palestínu „verða að viðurkenna það strax“ til að vernda tveggja ríkja lausnina, skrifaði hann á samfélagsmiðlum.
Ummæli hans komu eftir að ísraelska þingið samþykkti með yfirgnæfandi hætti ályktun sem hafnar stofnun palestínsks ríkis og sagði að það myndi „skapa tilvistarhættu“ fyrir Ísrael og „viðhalda deilu Ísraela og Palestínumanna og valda óstöðugleika á svæðinu“.
Hér má sjá útskýringu á tveggja ríkja lausninni: