Pepsi er þriðji vinsælasti gosdrykkur Bandaríkjanna en greint er frá þessu í Beverage Digest.
Pepsi sem hefur lengi verið næstvinsælasti gosdrykkurinn í Bandaríkjunum hefur misst mikla hlutdeild af neyslu gosdrykkja vestanhafs undanfarna áratugi er nú í þriðja sæti. Í öðru sæti er hins vegar gosdrykkurinn Dr. Pepper sem hefur hægt og rólega aukið hlutdeild sína undanfarna tvo áratugi og hefur Dr. Pepper mjög naumt forskot á Pepsi.
Á toppnum trónir Coke með 19,2% hlutdeild meðan Pepsi og Dr. Pepper eru aðeins í 8,3%. Þá eru önnur vörumerki í eigu Coca-Cola, Sprite og Diet Coke, í fjórða og fimmta sæti.