Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Persaflóaríki þrýsta á Bandaríkin að koma í veg fyrir árásir Ísrael á olíusvæði Írans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á meðan ríki við Persaflóa bíða viðbragða Ísraels við eldflaugaárás Írans í síðustu viku, hafa þrír heimildarmenn sagt Reuters-fréttastofunni að Persaflóaríki séu að beita sér fyrir því að Bandaríkin komi í veg fyrir að Ísraelar ráðist á olíusvæði Írans vegna áhyggja af því að þeirra eigin olíuverksmiðjur gætu orðið fyrir árásum frá stuðningshópum Írans ef stríðið stigmagnast.

Löndin, þar á meðal Sádi-Arabía, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Katar, neita einnig að leyfa Ísrael að fljúga yfir lofthelgi þeirra til að gera árásir á Íran og hafa komið þessu á framfæri við Bandaríkin, að sögn fréttastofunnar.

Á fundum í vikunni vöruðu Íranir Sádi-Arabíu við því að þeir gætu ekki ábyrgst öryggi olíuverksmiðja konungsríkisins ef Ísrael yrði veitt aðstoð við að framkvæma árás, sagði háttsettur íranskur embættismaður og íranskur stjórnarerindreki við Reuters.

Diplómatinn sagði að Íranir hefðu sent Sádi-Arabíu skýr skilaboð um að bandamenn þeirra í löndum eins og Írak eða Jemen gætu brugðist við ef einhver svæðisbundinn stuðningur væri með Ísrael gegn Íran.

Hugsanleg árás Ísraela var í brennidepli í viðræðum í gær í Riyadh milli Mohammed bin Salman krónprins Sádi-Arabíu og Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Írans, að sögn heimildarmanna við Persaflóa og Íran.

Heimsókn Araghchi, ásamt samskiptum Sádi-Arabíu og Bandaríkjanna á vettvangi varnarmálaráðuneytisins, eru hluti af samræmdri viðleitni til að takast á við stríðskreppuna, sagði heimildarmaður við Persaflóa, sem er nærri innsta hrings ríkisstjórnarinnar, við Reuters.

- Auglýsing -

Aðili í Bandaríkjunum sem þekkir umræðurnar staðfesti að embættismenn við Persaflóa hefðu verið í sambandi við bandaríska starfsbræður til að lýsa yfir áhyggjum af hugsanlegu umfangi væntanlegra hefndaraða Ísraela, sagði fréttastofan.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -