Yfirvöld í Tennessee rannsaka nú dularfullt andlát Mepmphis plötusnúðarins Rick „Slick Rick“ Buchanan. Var hann hauslaus er bróðir hans kom að honum.
Lík hins 59 ára gamla plötusnúðar fannst hauslaust á heimili hans þann 24. janúar, samkvæmt bróður hans, John Buchanan, sem talaði við Fox13 Memphis.
„Ég gekk inn og fann hann þar,“ sagði John í sjónvarpsviðtali daginn eftir líkfundinn. „Og hringdi í 911.“
Bætti hann við: „Ég hélt að úlpan hans lægi yfir höfuð hans, eins og það væri kalt eða eitthvað. Svo ég hljóp bara út og svo hljóp ég aftur inn og tók eftir því að það var ekki það, að þetta væri eitthvað verra.“
Talsmaður Memphis-lögreglunnar staðfesti líkfundinn við E! News. Dánarorsök eru ókunn að svo stöddu en rannsóknin stendur enn yfir. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um ástand líksins.
Í kjölfar andlátsins byrjaði fjölskylda hans GoFundMe söfnun svo hægt verði að kosta jarðaförina og einnig til að gefa mögulega fjárhæð til góðgerðarmáls í nafni Rick.
„Eins og margir hafa frétt, er Slick Rick því miður ekki lengur meðal okkar,“ segir á söfnunarsíðunni. „Enn eru fjölmörgum spurningum ósvarað og fjölskyldan er þakklát fyrir alla þá ást sem henni hefur verið sýnd.“
Skilaboðin héldu áfram: „Ef þú þekktir Rick þá veistu að hann gaf hverjum sem er sem hann gat, vinum, ókunnugum og góðgerðarsamtökum eins og MDA. Hann notaði rödd sína og persónuleika til að safna óhugsandi fjárhæðum fyrir aðra. Hann var líka meistari Memphis-tónlistar og var stoltur í að kynna, spila og kynna staðbundna tónlist á The Stage Stop.“
Tónlistarstaðurinn, sem er í eigu móður Rick, Nitu Makris, en hún rak staðinn í meira en 40 ár, þar til hún sast í helgan stað árið 2018, skrifaði skilaboð á Facebook: „HVÍL Í FRIÐI SLICK RICK.“
Rick hafði átt nokkuð erfitt síðustu árin en árið 2014 særðist hann í skotárás tveggja manna, rétt fyrir utan Stage Stop tónlistarstaðinn. Enginn var handtekinn í þeirri árás en eftir hana átti hann erfiðara með að finna vinnu og varð hann heimakærari að sögn bróður hans.
Auk fjölskyldu hans, lét Rick eftir sig hundinn sinn Lucky en John hyggst ættleiða hundinn.