Sjö ára drengur lést eftir að hann féll útbyrðir í farþegaferju á Eystrasaltinu. Móðir hans lést einnig eftir að hún stökk í sjóinn til að bjargar honum.
Hinn hryllilegi atburður gerðist í gær að sjö ára gamall drengur féll útbyrðis 20 metra ofan í Eystrasaltið og móðir hans á eftir honum en þau létust bæði. Þetta er haft eftir sænsku siglingastofnuninni.
Samkvæmt frétt ABC News hafa sænsk yfirvöld hafið frumrannsókn á málinu sem einhverra hluta vegna er rannsakað sem morðmál, þó enginn sé með réttarstöðu grunaðs í málinu.
Mæðginin, sem bæði voru pólskir ríkisborgarar, voru að sigla með Stena Spirit ferjunni frá Gdynia í Póllandi til Karlskrona í Svíþjóð, er harmleikurinn átti sér stað.
Áhöfn ferjunnar sendu út neyðarbeiðni og snéru ferjunni við. Atlanthafsbankalagið sendi skip og þyrlur í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga mæðginunum en það gerðu sænsk yfirvöld einnig.
Hin 36 ára kona og sjö ára sonur hennar voru flutt með þyrlu á spítala í Karlskrona en þar voru þau úrskurðuð látin.
Talsmaður pólsku lögreglunnar, Mariusz Ciarka sagði héraðsmiðlu að það hafi verið ómögulegt að bjarga lífi þeirra beggja.
„Því miður, fengum við þær upplýsingar í morgun frá Svíum að við þyrftum að koma þessum skelfilegu fréttum til fjölskyldunnar, að bæði drengur og móðirin eru látin.“
Eins og áður hefur komið fram féll drengurinn útbyrðis 20 metra í ískalt hafið. Talsmaður Stena Line, Agnieszka Zembrzycka sagði TVN 24: „Í augnablikinu höfum við engar upplýsingar um það hvort þetta hafi gerst vegna bilunar í ferjunni. Við erum að vinna með lögreglunni og öðrum yfirvöldum við að komast að því hvað olli slysinu.“
Biðlaði sænska lögreglan til pólskra farþegar, í gegnum pólska ríkisfjölmiðilsins PAP, að veita upplýsingar sem gætu varpað ljósi á það hvernig slysið gerðist.
Frétt Mirror var einnig notuð við gerð fréttarinnar.