Margir áhorfendur púuðu á Aayden Gallagher þegar hún kom fyrst í mark í 200 metrahlaupi í menntaskólaíþróttakeppni um helgina í borginni Eugene í Oregon en hún varð ríkismeistari Oregon með sigrinum.
Ástæða þess að púað var á hana er að hún er transkona og telja einhverjar ósanngjarnt að hún keppni við aðrar konur í sömu íþrótt en einnig var púað á hana þegar hún tók á móti verðlaunum sínum.
Rétt er þó að taka fram að hún braut engar reglur og fékk leyfi skólaíþróttaráðs Oregon til að taka þátt. Einhverjir telja þetta enn eitt dæmi um aukið hatur í garð trans fólks en hatursorðræða í garð þeirra er talin hafa aukist til muna undanfarin ár, bæði hérlendis og erlendis.
Hægt er að horfa á myndband af hlaupinu hér fyrir neðan.