Rússar eru búnir undir að missa allt að 50 þúsund hermenn, Vladimir Putin ætlar sér að sigra í Úkraínu sama hvað það kostar, samkvæmt heimildum Mirror. Putin hefur ekki áhyggjur af dauða hermanna sinna en nú þegar hafa um 3500 rússneskir hermenn látist, margir hverjir úr reyndustu herliðum Rússa.
Sérfræðingar óttast það að Putin muni ganga eins langt og þarf til þess að sigra og að ekki kæmi á óvart ef hann gripi til þess ráða að nota efnavopn.
Rússneskir hermenn hafa nú þegar ráðist inn í höfuðborgina Kiev en leggja nú áherslu á næststærstu borg landisns, Kharkiv.