Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Pútín heldur áfram að ögra Vesturveldunum – Mættur til Mariupol

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vladimir Pútín Rússlandsforseti heldur áfram að ögra Vesturveldunum í óvæntri heimsókn sinni á Krímskagann. Í gær mætti hann í Mariupol-borg, þar sem ein blóðugustu átök innrásarstríðsins fóru fram.

Fram kemur á BBC að opinbert myndskeið sýni Pútín keyra um hina herteknu borg og spjalla við heimamenn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem forsetinn heimsækir nýlega hertekið svæði í Úkraínu.

Forsetinn er einnig sagður hafa hitt yfirmenn í hernum í Rosto-on-Don, sem er rússnesk borg sem staðsett er austur af Mariupol. Ferðaðist hann til Mariupol í þyrlu en myndband sýnir hann keyra um götur borgarinn ásamt staðgengli forsætisráðherra Rússlands, Marat Khusnullin, sem útskýrði fyrir honum hvernig borgin yrði endurbyggð.

Þá heimsótt Pútín einnig Fílharmoníuhöllina í Mariupol, sem var notuð til að setja upp réttarhöld yfir þeim sem vörðu Azovstal járn og stál verksmiðjuna í fyrra eins og frægt er orðið.

Mariupol-borg hefur verið undir stjórn Rússlands í yfir 10 mánuði eftir að hún var lögð í rúst í einum af lengstu og blóðugustu orrustum stríðsins. Yfirvöld í Úkraínu segja að yfir 20.000 manns hafi látist í þeim átökum. Þá hafa 90 prósent bygginga í borginni verið skemmd samkvæmt greiningu Sameinuðu þjóðanna og um 350.000 manns neyðst til að yfirgefa borgina en fyrir stríðið bjuggu þar um hálf milljón manna.

Hópur íbúa hefur sagt BBC að Rússar séu að eyða miklum fjármunum í að endurbyggja borgina og vinna hug og hjörtu íbúa hennar. Áætlað er að gera Mariupol að rússneskri borg en yfirvöld í Rússlandi segja að nú búi um 300.000 manns þar.

Eitt af því sem Pútín gæti verið sekur um fyrir glæpadómstólum, er árás sem gerð var á leikhús Mariupol þar sem hundruðir borgara höfðu leitað skjóls í. Byggingin hrundi til grunna og er talið að minnst þrjúhundruð manns hafi látist.

- Auglýsing -

Alþjóðlegi glæpadómstóllinn í Haag sagðist á föstudaginn hafa gefið út handtökuskipun á hendur Pútín vegna ólöglegra flutninga Úkraínskra barna til Rússlands. Þýðir þetta að hann gæti verið handtekinn stígi hann fæti á eitt af 123 ríkjum sem samþykkja dómstólinn.

Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið það loforð að frelsa öll hernumin svæði Úkraínu, þar með talinn Krímskaga sem Rússar eignuðu sér árið 2014.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -