Vladimir Pútín Rússlandsforseti heldur áfram að ögra Vesturveldunum í óvæntri heimsókn sinni á Krímskagann. Í gær mætti hann í Mariupol-borg, þar sem ein blóðugustu átök innrásarstríðsins fóru fram.
Fram kemur á BBC að opinbert myndskeið sýni Pútín keyra um hina herteknu borg og spjalla við heimamenn. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem forsetinn heimsækir nýlega hertekið svæði í Úkraínu.
Forsetinn er einnig sagður hafa hitt yfirmenn í hernum í Rosto-on-Don, sem er rússnesk borg sem staðsett er austur af Mariupol. Ferðaðist hann til Mariupol í þyrlu en myndband sýnir hann keyra um götur borgarinn ásamt staðgengli forsætisráðherra Rússlands, Marat Khusnullin, sem útskýrði fyrir honum hvernig borgin yrði endurbyggð.
Þá heimsótt Pútín einnig Fílharmoníuhöllina í Mariupol, sem var notuð til að setja upp réttarhöld yfir þeim sem vörðu Azovstal járn og stál verksmiðjuna í fyrra eins og frægt er orðið.
Hópur íbúa hefur sagt BBC að Rússar séu að eyða miklum fjármunum í að endurbyggja borgina og vinna hug og hjörtu íbúa hennar. Áætlað er að gera Mariupol að rússneskri borg en yfirvöld í Rússlandi segja að nú búi um 300.000 manns þar.
Eitt af því sem Pútín gæti verið sekur um fyrir glæpadómstólum, er árás sem gerð var á leikhús Mariupol þar sem hundruðir borgara höfðu leitað skjóls í. Byggingin hrundi til grunna og er talið að minnst þrjúhundruð manns hafi látist.
Alþjóðlegi glæpadómstóllinn í Haag sagðist á föstudaginn hafa gefið út handtökuskipun á hendur Pútín vegna ólöglegra flutninga Úkraínskra barna til Rússlands. Þýðir þetta að hann gæti verið handtekinn stígi hann fæti á eitt af 123 ríkjum sem samþykkja dómstólinn.
Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið það loforð að frelsa öll hernumin svæði Úkraínu, þar með talinn Krímskaga sem Rússar eignuðu sér árið 2014.