Laugardagur 21. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Ráðgátan um þvagþorparann ennþá óleyst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Undanfarin sex ár hafa íbúar í Pasadena í Kaliforníu í Bandaríkjunum tekið eftir flöskum fullum af þvagi sem skildar eru eftir á rafmagnskassa í borginni. Um leið og flöskurnar hafa verið fjarlægðar bætast nýjar við. Liturinn á þvaginu og stærð á flöskunum er sífellt að breytast og leikur grunur á þvagþorparinn sé ekki einn að verki þegar kemur að áfyllingu á þvaginu nema hann glími við einhvers konar þvagvandamál.

Borgaryfirvöld hafa reynt að stöðva þorparann með því að setja lítinn pýramída ofan á rafmagnskassann en var sá fjarlægður og er líklega að þvagþorparinn hafi verið þar að verki.

pee bandit 1
Vinirnir Derek Milton og Grant Yansura gerðu tilraun til að góma manninn glóðvolgan við iðju sína og komu fyrir falinni myndavél en þeir voru heldur betur hissa þegar þeir skoðuðu myndefni en kassinn stendur við vegg. Í myndefninu sést þorparinn setja flöskurnar á rafmagnskassann með því að teygja sig yfir vegginn og ráðgátan um hver er þar á ferðinni ennþá óleyst. Þeir náðu þó síðar myndbandi af honum við störf en var hann grímuklæddur.

Milton og Yansura eru með þá kenningu að þorparinn líti á sjálfan sig sem listamann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -