Ísraelskur ráðherra vill að helvíti „verði sleppt lausu“ á Gaza ef allir ísraelsku gíslarnir verði ekki leystir úr haldi fyrir laugardaginn.
Samskiptaráðherra Ísraels er nýjasti háttsetti embættismaðurinn til að styðja ákall Trumps um að „sleppa helvíti lausu“ á Gaza ef ísraelskir fangar verða ekki látnir lausir fyrir laugardaginn. Hamas-liðar hafa frestað því að sleppa gíslum sínum þar sem þeir saka Ísraela um að brjóta vopnahléssamninginn.
„Viðbrögðin verða að vera nákvæmlega eins og Trump forseti lagði til,“ sagði Shlomo Karhi í færslu á X. Hann hélt áfram: „Stöðva mannúðaraðstoð algerlega, loka fyrir rafmagn, vatn og fjarskipti og beita hrottalegu og óhóflegu valdi þar til gíslarnir snúa aftur.
Hunsar ásakanir Hamas
Hamas segir að brot á vopnahléi Ísraela hafi náð því marki að þeir myndu ekki lengur standa við sinn hluta samnngsins, og muni fresta því að komandi hópur ísraelskra fanga verði sleppt um óákveðinn tíma. Abu Obeida, talsmaður vopnaðs arms Hamas, Qassam-herdeildanna, sagði í gær: „Andspyrnuforystan fylgdist með brotum óvinarins og að þeir uppfylltu ekki skilmála samningsins … Á meðan uppfyllti andspyrnin allar skyldur sínar.
Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagði að afstaða Hamas væri „algjört brot á vopnahléssamkomulaginu“ en hunsaði ásakanir um að Ísraelar hefðu brotið vopnahléið.
Ísraelar halda áfram að rústa innviðum á Vesturbakkanum
Al-Haq mannréttindasamtökin hafa sagt að stórar aðgerðir Ísraela standi yfir meðal annars í Tulkarem, Jenin og Far’a, á 22. degi umfangsmikilla árása Ísraelshers víðsvegar um hinn hertekna Vesturbakka.
Samtökin segja að í Jenin hafi ísraelski herinn „framlengt eyðileggingu umtalsvert út fyrir flóttamannabúðirnar, sérstaklega síðan snemma í morgun þar sem hann hefur kerfisbundið notað jarðýtur á innviði og eyðilagt opinberar og einkaeignir í austurhluta Jenin-borgar.“
Að minnsta kosti fjögur börn hafa verið í hópi 33 Palestínumanna sem hafa fallið hingað til í árásum Ísraelshers víðsvegar á hernumda Vesturbakkanum undanfarnar þrjár vikur og meira en 40.000 manns hafa verið fluttir á vergang með valdi.