Gregory Davis var enginn venjulegur unglingur. Hann fæddist inn í ágætlega virta fjölskyldu í Great Linford í Buckingham-skíri á Englandi og í sjálfu sér fátt sem benti til þess sem framtíð hans bar í skauti sér.
Gregory var listhneigður og nam myndlist í Northampton-háskóla og má kannski segja að þar hafi birst fyrsta vísbendingin um þá stigu sem hann hugðist feta. Um var að ræða eitt verka hans; eins konar verðlaunaskjöld sem á var að finna nöfn raðmorðingja sem voru í uppáhaldi hjá Gregory.
Setti markið hátt
Svo heltekinn var Gregory af raðmorðingjum að hann sá ekkert annað í stöðunni en að gerast slíkur sjálfur. Í dagbók sinni útlistaði Gregory áætlun sína og eftir að hafa sett inn færslu sem undirstrikað þá þrá hans að drepa út í hið óendanlega og …
Lesa meira hér