Raðmorðinginn Ted Kaczynski er látinn, 81 árs að aldri.
Ted Kaczynski, sem gekk einnig undir viðurnefninu Unabomber, var amerískur stærðfræðingur sem var alræmdur fyrir öfgakennda herferð sína á hendur nútíma tæknisamfélagi en á árunum 1978 til 1995 sendi hann bréfasprengjur til fjölmargra háskóla og flugfélaga. Drap hann þrjá og særði 23.
FBI leitaði hans í fjölmörg ár en því hefur verið haldið fram að leitin hafi verið sú dýrasta í sögu Alríkislögreglunnar. Að endingu fannst hann í pínulitlum kofa í skóglendi en þar hafði hann búið um árabil, án rafmagns og rennandi vatns. Unabomber skrifað stefnulýsinu sem hann kallaði Iðnsamfélag og framtíð þess þar sem hann segir árásir sína hafa verið nauðsynlegar til að vekja fólk til umhugsunar á því hversu hættulega tækniþróun nútímans væri orðin manninum.
Var hann dæmdur í áttfalt ævilangt fangelsi án möguleika á náðun en í gær framdi hann sjálfsvíg í klefa sínum í fangelsi í Colorado-fylki. Þar með fetaði hann í fótspor föður síns sem framdi sjálfsvíg árið 1990 eftir að hafa verið greindur með ólæknandi lungnakrabbamein.