Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Rak 90 prósent af starfsfólkinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forstjóri Indversku netverslunarinnar Dukaan, Suumit Shah, státaði sig af því á Twitter að hafa rekið 90% af starfsliði sínu í þjónustuveri á þeim forsendum að gervigreind spjallmenni væru áhrifaríkari en mannfólk.

Hann spyr: Erfitt? Já. Nauðsynlegt? Algerlega.

Hann lýsir því í þræðinum að viðbragðstími fyrstu svara hafi farið úr tæpum tveimur mínútum niður í nánast samstundis, úrlausnartíminn hafi farið úr rúmum tveimur tímum í rúmar 3 mínútur og kostnaðurinn við rekstur þjónustuversins hafi minnkað um u.þ.b. 85%.

Mörgum notendum Twitter fannst þetta nokkuð harðneskjulegt og viðbrögðin voru eftir því.

Þjónustuverinu var sagt upp þar sem fyrirtækið er á niðurleið og peningarnir búnir. Ekki út af gervigreind.

Einn viðskiptavinur skrifaði að það [spjallmennið] var ekki að svara eins og ég þurfti. Ég reyndi að umorða spurningarnar mínar með ýmsum hætti því ég vissi að þetta var botti. Þetta bara svaraði ekki almennilega. Ég endaði í pirringskasti og á endanum hætti ég bara við að endurnýja áskriftina.

- Auglýsing -

Það er hætt við að við munum sjá aukningu í því að gervigreind muni gera mannshöndina óþarfa við ýmis störf. Nú þegar nota fjölmargir gervigreind til að leiðbeina sér við ýmsa hluti eins og gerð og uppbyggingu Excel skjala, glærukynninga, hugbúnaðarkóða, greiningu fjármála, skipulag markaðsmála o.m.fl. auk þess að það er mikið framboð á tólum sem nýta gervigreind til að hanna grafík og greina hljóð.

Hvernig við lögumst að þeim breytingum sem þessi nýja, byltingarkennda tækni er eitt en mögulega er hyggilegt að monta sig ekki um of af því að reka starfsfólkið sitt á Twitter.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -